Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Veiði­maðurinn leiðir á Opna breska

Bandaríkjamaðurinn Brian Harman hefur verið á mikilli siglingu á Opna breska meistaramótinu í golfi á öðrum degi. Hann er með eins höggs forystu á næstu menn.

Golf
Fréttamynd

Grænt ljós á golf­mótið þrátt fyrir gos

Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun.

Golf
Fréttamynd

Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory

Golfklúbburinn Oddur opnaði formlega í gær nýja púttaðstöðu sem mun lengja tímabil kylfinga talsvert mikið enda vonast til þess að hægt verði að pútta þar meira og minna allt árið.

Sport
Fréttamynd

„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolin­mæði“

Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári.

Golf
Fréttamynd

Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Gunn­laugur tveimur undir pari en spænski fé­laginn efstur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og karlaliðið leikur á Írlandi. Stúlknalandsliðið leikur í Englandi og piltalandsliðið í Ungverjalandi.

Golf
Fréttamynd

Embla Hrönn vann bráða­bana og mætir Pamelu

Það þurfti fjögurra kvenna bráðabana til að skera úr um það hver fengi sextánda og síðasta sætið inn í útsláttarkeppnina á Íslandsmóti kvenna í holukeppni, á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær.

Golf