
Besta kast ársins hjá Hilmari Erni ætti að koma honum í úrslit á EM
Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson er staddur í München í Þýskalandi þar sem Evrópumótið í frjálsíþróttum fer fram. Hilmar Örn kastaði best 76,33 metra í forkeppni sleggjukastsins og er því að öllum líkindum kominn í úrslit.