„Skemmtilegasta Íslandsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 12:31 Baldvin Þór Magnússon var nýlentur á Íslandi eftir ferðalag frá Afríku en hljóp frábærlega á Reykjavíkurleikunum. FRÍ Baldvin Þór Magnússon sló 44 ára gamalt Íslandsmet um helgina. Hann dvaldi á dögunum í mánuð í Kenýa og stundaði þar svokallaðar háfjallaloftsæfingar. Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira