Fimm ára bann fyrir að þvinga íþróttakonu til að yfirgefa ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 09:31 Krystsina Tsimanouskaya óttaðist um öryggi sitt og fékk hæli í Póllandi. Hún keppir ekki lengur fyrir Hvíta-Rússland heldur fyrir Pólland. Getty/Attila Husejnow Hvít-rússneski frjálsíþróttaþjálfarinn Jurij Moisevich má ekki koma nálægt íþróttinni næstu fimm árin. Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Sjá meira
Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Sjá meira