Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi

Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum

Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum.

Innlent
Fréttamynd

Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs

Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin

John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin.

Lífið
Fréttamynd

Play flýgur til Kanarí

Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum.

Viðskipti innlent