Innlent

Mikil röskun á flugi á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðrið kemur bæði niður á innanlandsflugi og öðrum flugferðum.
Veðrið kemur bæði niður á innanlandsflugi og öðrum flugferðum. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað.

Flugferðum til Akureyrar og Egilsstaða verið aflýst vegna veðursins.

Veðurfræðingar búast við að óveður gangi yfir landið á morgun og byrji á suðvesturhorninu snemma í fyrramálið.

Gert er ráð fyrir að síðdegisflug til Norður-Ameríku og til London verði á áætlun. Búið er að bæta við flugferð til Kaupmannahafnar síðdegis á morgun.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að allir farþegar verði endurbókaðir sjálfkrafa og ný ferðaáætlun send með tölvupósti. Farþegum er bent á að fylgjast með tölvupósti og skilaboðum frá flugfélaginu.

Þar segir einnig að ekki sé nauðsynlegt að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun henti ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×