Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. febrúar 2023 12:29 Óveðrið kom og fór hratt í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð. Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir á öllu landinu í gærkvöldi og samhæfingarstöð opnuð klukkan fimm í morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og er síðasta appelsínugula viðvörunin í gildi til klukkan hálf tvö í dag á Austfjörðum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir versta veðrið núna á norðaustan og austanverðu landinu, þar sem hvað hvassast er í kringum Kópaskeri og Raufarhöfn, sem og á Austfjörðum, þar sem líklega á eftir að hvessa meira, og undir Vatnajökli. „Þetta gengur síðan bara eins og spár gerðu ráð fyrir áfram til austurs og verður svona meira og minna úr sögunni á milli eitt og tvö í dag. Í kjölfarið er suðvestanátt hérna vestantil á landinu með dimmum éljum og stundum takmörkuðu skyggni, en það verður ekki jafn mikil úrkoma eða éljagangur á austanverðu landinu þegar veðrið hefur runnið sitt skeið,“ segir Elín. Vefur Veðurstofunnar lá niðri í dag en talið er að rafmagnstruflanir sem urðu í morgun hafi haft áhrif á kerfi þeirra. Hægt var þó að veita flugveðurþjónustu og þjónustað viðbragðsaðila og var unnið að því að endurræsa kerfin fyrir hádegi. Flugsamgöngur að komast í eðlilegt horf en áfram þungfært á vegum Ákveðið var að loka vegum á borð við Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiði um tíma í morgun. Áfram er hálka, skafrenningur og þæfingsfærð víða. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi eru vegir lokaðir á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Þá voru raskanir á flugsamgöngum en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ferðum frá Norður Ameríku og til Evrópu hafa verið aflýst í morgun. „Veðrið gekk þarna yfir akkúrat á þeim tíma sem að flug var að koma inn frá Ameríku og út til Evrópu en við búumst við að við verðum að mestu leyti á áætlun núna eftir hádegi,“ segir Guðni. Um 800 farþegar hafi nýtt sér það að flýta ferðum eða seinka þeim um einn dag sem hafi hafi hjálpað mikið til. Staðan á Keflavíkurflugvelli sé nú betri þar sem hið versta er gengið yfir. „Það fylgdi þessu líka mikil hálka og snjókoma á flugvellinum og nú er bara unnið að snjóhreinsun þannig hægt sé að starfrækja flugið eftir hádegi,“ segir hann. Hvað innanlandsflug varðar var því aflýst seinni partinn í gær en stefnt er á að fljúga til Akureyrar og Egilstaða eftir hádegi. Getum haldið áfram með lífið eftir hádegi Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir þau reikna með að óvissustigi verði aflétt fljótlega eftir hádegi þegar síðustu viðvaranir hafa runnið sitt skeið. „Þetta kom hratt inn eins og búist var við og fór hratt, sem að voru góðu fréttir dagsins. Það voru sem betur fer fáir á ferli snemma í morgun þegar veðrið fór svona helst yfir, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hjördís og bætir við að veðrið hafi verið slæmt víða þó einhverjir hafi kannski ekki tekið eftir því. Nokkuð var um að bílar sátu fastir og þurfti meðal annars að bjarga fólki af Hellisheiðinni og þar um kring. Björgunarsveitir hafi verið til taks til að koma fólki til byggða en þar sem fólk hafi síður verið á ferli þá hafi verið minna að gera og hafa þau ekki heyrt af foktjóni. „Ég hugsa að þetta hafi bara farið eins vel og þetta gat farið, það hljómar alla vega þannig. Við höfum verið með samráðsfundi, fyrst klukkan sex í morgun með viðbragsðaðilum og aðgerðarstjórnum víða um land og svo aftur núna klukkan tíu, og það virðist vera að við getum bara haldið áfram með lífið okkar í hádeginu,“ segir Hjördís. Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. 7. febrúar 2023 06:11 „Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. 6. febrúar 2023 23:10 Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. 6. febrúar 2023 20:27 Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6. febrúar 2023 10:17 Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5. febrúar 2023 18:28 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir á öllu landinu í gærkvöldi og samhæfingarstöð opnuð klukkan fimm í morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og er síðasta appelsínugula viðvörunin í gildi til klukkan hálf tvö í dag á Austfjörðum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir versta veðrið núna á norðaustan og austanverðu landinu, þar sem hvað hvassast er í kringum Kópaskeri og Raufarhöfn, sem og á Austfjörðum, þar sem líklega á eftir að hvessa meira, og undir Vatnajökli. „Þetta gengur síðan bara eins og spár gerðu ráð fyrir áfram til austurs og verður svona meira og minna úr sögunni á milli eitt og tvö í dag. Í kjölfarið er suðvestanátt hérna vestantil á landinu með dimmum éljum og stundum takmörkuðu skyggni, en það verður ekki jafn mikil úrkoma eða éljagangur á austanverðu landinu þegar veðrið hefur runnið sitt skeið,“ segir Elín. Vefur Veðurstofunnar lá niðri í dag en talið er að rafmagnstruflanir sem urðu í morgun hafi haft áhrif á kerfi þeirra. Hægt var þó að veita flugveðurþjónustu og þjónustað viðbragðsaðila og var unnið að því að endurræsa kerfin fyrir hádegi. Flugsamgöngur að komast í eðlilegt horf en áfram þungfært á vegum Ákveðið var að loka vegum á borð við Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiði um tíma í morgun. Áfram er hálka, skafrenningur og þæfingsfærð víða. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi eru vegir lokaðir á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Þá voru raskanir á flugsamgöngum en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ferðum frá Norður Ameríku og til Evrópu hafa verið aflýst í morgun. „Veðrið gekk þarna yfir akkúrat á þeim tíma sem að flug var að koma inn frá Ameríku og út til Evrópu en við búumst við að við verðum að mestu leyti á áætlun núna eftir hádegi,“ segir Guðni. Um 800 farþegar hafi nýtt sér það að flýta ferðum eða seinka þeim um einn dag sem hafi hafi hjálpað mikið til. Staðan á Keflavíkurflugvelli sé nú betri þar sem hið versta er gengið yfir. „Það fylgdi þessu líka mikil hálka og snjókoma á flugvellinum og nú er bara unnið að snjóhreinsun þannig hægt sé að starfrækja flugið eftir hádegi,“ segir hann. Hvað innanlandsflug varðar var því aflýst seinni partinn í gær en stefnt er á að fljúga til Akureyrar og Egilstaða eftir hádegi. Getum haldið áfram með lífið eftir hádegi Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir þau reikna með að óvissustigi verði aflétt fljótlega eftir hádegi þegar síðustu viðvaranir hafa runnið sitt skeið. „Þetta kom hratt inn eins og búist var við og fór hratt, sem að voru góðu fréttir dagsins. Það voru sem betur fer fáir á ferli snemma í morgun þegar veðrið fór svona helst yfir, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hjördís og bætir við að veðrið hafi verið slæmt víða þó einhverjir hafi kannski ekki tekið eftir því. Nokkuð var um að bílar sátu fastir og þurfti meðal annars að bjarga fólki af Hellisheiðinni og þar um kring. Björgunarsveitir hafi verið til taks til að koma fólki til byggða en þar sem fólk hafi síður verið á ferli þá hafi verið minna að gera og hafa þau ekki heyrt af foktjóni. „Ég hugsa að þetta hafi bara farið eins vel og þetta gat farið, það hljómar alla vega þannig. Við höfum verið með samráðsfundi, fyrst klukkan sex í morgun með viðbragsðaðilum og aðgerðarstjórnum víða um land og svo aftur núna klukkan tíu, og það virðist vera að við getum bara haldið áfram með lífið okkar í hádeginu,“ segir Hjördís.
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. 7. febrúar 2023 06:11 „Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. 6. febrúar 2023 23:10 Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. 6. febrúar 2023 20:27 Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6. febrúar 2023 10:17 Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5. febrúar 2023 18:28 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. 7. febrúar 2023 06:11
„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. 6. febrúar 2023 23:10
Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. 6. febrúar 2023 20:27
Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6. febrúar 2023 10:17
Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5. febrúar 2023 18:28