Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2023 08:00 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir mikla uppbyggingu framundan utan flugstöðvar. Isavia Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57