Flugtak inni í háskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag. Framadagar fóru fram í Háskóla Reykjavíkur í dag en markmið þeirra er að tengja saman háskóla við atvinnulífið í einum viðburði. Fjölmörg fyrirtæki kynntu sína starfsemi í skólanum í dag - þeirra á meðal Icelandair sem leyfði gestum að prufa sýndarveruleikagleraugu sem verða framvegis notuð í þjálfun flugmanna. „Þetta er verkleg þjálfun sem fer með okkur yfir alls konar atriði og getur sett okkur inn í ýmsar aðstæður,“ segir Jenný María Unnarsdóttir, flugmaður hjá Icelandair. Allt með það að markmiði að auka flugöryggi. Gleraugun eru mjög nákvæm en með hjálp þeirra kemst maður inn í flugstjórnarklefann með alla þá takka sem þar eru fyrir augum. Með hjálp gleraugnanna geta flugmenn æft sig í flugtaki, lendingu og öllu þar á milli. „Það er líka hægt að tengja tvö gleraugu saman þannig að flugstjóri og flugmaður geta unnið saman í þessu. Svo getur þjálfarinn fylgst með á skjánum hvað fer fram. Þetta er rosalega raunverulegt, það er hægt að skoða hvert fólk horfir, hvaða köll fara fram og hitt og þetta.“ Jenný aðstoðar fréttamann sem hefur, líklegast sem betur fer, aldrei sest í flugmannssætið.sigurjón ólason Og þá er ekkert að vanbúnaði nema að prufa. Fréttamaður ýtir á nokkra takka, fær leyfi til flugtaks og tekur á loft - líklegast að flytja alla þessa sólarþyrstu Íslendinga til Tenerife. Er þetta bylting? „Já ég myndi segja það.“ Icelandair Fréttir af flugi Tækni Skóla - og menntamál Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Framadagar fóru fram í Háskóla Reykjavíkur í dag en markmið þeirra er að tengja saman háskóla við atvinnulífið í einum viðburði. Fjölmörg fyrirtæki kynntu sína starfsemi í skólanum í dag - þeirra á meðal Icelandair sem leyfði gestum að prufa sýndarveruleikagleraugu sem verða framvegis notuð í þjálfun flugmanna. „Þetta er verkleg þjálfun sem fer með okkur yfir alls konar atriði og getur sett okkur inn í ýmsar aðstæður,“ segir Jenný María Unnarsdóttir, flugmaður hjá Icelandair. Allt með það að markmiði að auka flugöryggi. Gleraugun eru mjög nákvæm en með hjálp þeirra kemst maður inn í flugstjórnarklefann með alla þá takka sem þar eru fyrir augum. Með hjálp gleraugnanna geta flugmenn æft sig í flugtaki, lendingu og öllu þar á milli. „Það er líka hægt að tengja tvö gleraugu saman þannig að flugstjóri og flugmaður geta unnið saman í þessu. Svo getur þjálfarinn fylgst með á skjánum hvað fer fram. Þetta er rosalega raunverulegt, það er hægt að skoða hvert fólk horfir, hvaða köll fara fram og hitt og þetta.“ Jenný aðstoðar fréttamann sem hefur, líklegast sem betur fer, aldrei sest í flugmannssætið.sigurjón ólason Og þá er ekkert að vanbúnaði nema að prufa. Fréttamaður ýtir á nokkra takka, fær leyfi til flugtaks og tekur á loft - líklegast að flytja alla þessa sólarþyrstu Íslendinga til Tenerife. Er þetta bylting? „Já ég myndi segja það.“
Icelandair Fréttir af flugi Tækni Skóla - og menntamál Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira