Bjarni segir enga ákvörðun hafa verið tekna um stefnu sem varðar ferðatakmarkanir til og frá landinu Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins, í hlaðvarpi ViðskiptaMoggans hafa vakið verulega athygli. Innlent 9. apríl 2020 16:07
Bandarískir ríkisborgarar hafa tvö tækifæri til að komast frá Íslandi Tvö farþegaflug eru áætluð frá Íslandi til Bandaríkjanna. Um er að ræða flug Icelandair til Boston 8. apríl annars vegar og 15. apríl hins vegar. Innlent 7. apríl 2020 23:29
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Innlent 7. apríl 2020 15:49
Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Innlent 7. apríl 2020 15:27
Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. Viðskipti innlent 6. apríl 2020 19:20
Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska Íslendingar sem enn eru erlendis og hyggja á heimferð eru hvattir að nýta sér ferðir Icelandair frá London og Boston næstu daga auk flugferða frá Stokkhólmi á morgun, þriðjudag, og frá Alicante á Spáni á miðvikudag. Innlent 6. apríl 2020 17:22
Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. Innlent 6. apríl 2020 13:13
Ró af rangri stærð talin orsök brotlendingar þotu Icelandair Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 6. apríl 2020 10:39
Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. Innlent 6. apríl 2020 09:37
Flugu tilraunaþotu til Kína til að sækja andlitsgrímur Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Erlent 5. apríl 2020 17:00
Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Innlent 5. apríl 2020 12:18
Vita um ríflega hundrað manns sem eiga í miklum vandræðum með að komast heim Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Innlent 4. apríl 2020 20:00
Ekki ákveðið hvort faxinn víki fyrir merki Icelandair Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu. Innlent 4. apríl 2020 08:16
Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Innlent 3. apríl 2020 22:30
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag Viðskipti innlent 3. apríl 2020 09:33
Hagnaður þrátt fyrir snarpa fækkun ferðamanna Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýrri ársskýrslu Isavia. Viðskipti innlent 2. apríl 2020 14:40
Faraldurinn raskar veðurathugunum í háloftunum Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir. Innlent 2. apríl 2020 09:00
Segja að hátt í 36 þúsund verði sagt upp síðar í dag Breska ríkisútvarpið BBC hefur heimildir fyrir því að flugfélagið British Airways muni í dag tilkynna að hátt í 36 þúsund starfsmönnum fyrirtæksins verði sagt upp tímabundið. Viðskipti erlent 2. apríl 2020 07:50
Hætta á að Keflavíkurflugvöllur nái sér ekki á strik fyrr en 2021 Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Bæjarstjóri segir hættu á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021. Innlent 1. apríl 2020 20:33
Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Innlent 1. apríl 2020 15:45
Íslendingar líkast til enn staddir í 93 löndum Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins. Innlent 1. apríl 2020 13:10
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. Innlent 1. apríl 2020 12:57
Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. Innlent 1. apríl 2020 12:49
Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. Viðskipti innlent 31. mars 2020 11:57
Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. Viðskipti innlent 31. mars 2020 11:40
Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. Innlent 31. mars 2020 08:06
Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. Viðskipti 30. mars 2020 23:05
Óttast mjög um stöðu flugfélaga Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. Viðskipti erlent 30. mars 2020 19:00
Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. Viðskipti innlent 30. mars 2020 14:08
Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Innlent 30. mars 2020 13:36