450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 12:27 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi dagsins. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira