Flugvélin hefur þegar fengið leyfi til flugs í Bandaríkjunum og Brasilíu. Yfirmaður í verksmiðju Boeing í Seattle í Bandaríkjunum tjáði BBC í vikunni að leyfið hefði verið veitt of snemma.
Öryggisstofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu halda því þó fram fullum fetum að skoðun þeirra á flugvélunum hafi verið nákvæmar og enginn efi um að 737 Max vélarnar séu nú öruggar.
„Við erum sannfærð um að vélarnar séu öruggar sem er auðvitað forsenda þess að leyfi sé veitt,“ segir Patrick Ky, framkvæmdastjóri hjá Flugöryggisstofnun Evrópu, við BBC.
Áfram verði þó grannt fylgt með vélunum nú þegar þær fara í notkun á nýjan leik.