Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2021 19:21 Mikil þörf er á innviðafjárfestingum sérstaklega í vegakerfinu sem ber varla þá umferð sem fer um það nú þegar. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. Á útboðsþingi Samtaka Iðnaðarins í morgun kynntu opinberir aðilar útboðs- og framkvæmdaáætlanir sínar fyrir yfirstandandi ár. samtök iðnaðarins Upphæðirnar sjást í milljörðum á dökkbláu súlunum fyrir þetta ár á meðfylgjandi mynd en áætlanir ársins í fyrra sjást á ljósbláu súlunum. Það er áberandi hvað stærstu fjárfestingaraðilarnir, Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Framkvæmdasýsla ríkisins og Ísavía ætla að gefa mikið í á þessu ári. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir skýringanna að hluta til að leita í því að ekkert varð af um þriðjungi framkvæmdanna í fyrra. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir viss vonbrigði að opinberir aðilar setji ekki meira í innviðafjárfestingar því á krepputímum sé einmitt tíminn til þess.Stöð 2/Arnar „Það eru vissulega örlítil vonbrigði að sjá þessa lækkun þótt að heimsfaraldur kórónuveiru skýri auðvitað stóran hluta af þessu. Við nefndum sem dæmi að Ísavia hafði áætlanir uppi um tuttugu milljarða fjárfestingar. Endaði í einhverjum tvö hundruð milljónum rétt rúmlega. Þannig að það munar mjög miklu um það,“ segir Árni. Heildar samdrátturinn hafi verið upp á 29 prósent. Vegagerðin fjárfesti fyrir 7,6 milljörðum minna í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna seinkunar ýmissra útboða. Áætlanir Ísavia hrundu á sama tíma og tekjurnar með mikilli fækkun ferðamanna. Reykjavíkurborg sker sig aftur á móti úr sem ákvað að auka sínar framkvæmdir verulega í fyrra vegna faraldursins. Hér má sjá áætlanir opinberra aðila í fyrra á dökkbláu súlunum annars vegar og það sem raunverulega var fjárfest frir á ljósbláu súlunum hins vegar.samtök iðnaðarins Árni segir hækkun áætlana milli ára lítilsháttar eða úr 4,5 prósentum af landsframleiðslu í 4,6 prósent. Vegagerðin áætli 11,1 milljarði minna í framkvæmdir á þessu ári en því síðasta sem séu viss vonbrigði því verkefnin séu ótalmörg og mjög brýn. Það sé þó jákvætt að stjórnvöld hafi sett fókusinn á innviðafjárfestingar og margt sé í pípunum á næstu árum eins og Sundabraut. Árni segir uppsafnaða þörf fyrir fjárfestingar í innviðum langt umfram þær áætlanir sem kynntar voru í dag. Í kreppunni nú sé rétti tíminn til stórræða. „Fjárfesting í innviðum í dag skilar hagvexti og styrkir okkur til lengri tíma litið. Þannig að því lengur sem við seinkum þessum hlutum þeim mun dýrara mun það verða fyrir okkur í framtíðinni að bæta í þessa liði. Þessu er ekki kastað á glæ. Menn fara ekki í framkvæmdir framkvæmdanna vegna heldur til að styðja við innviðina, atvinnulíf og líf fólks í landinu,“ segir Árni Sigurjónsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Vegagerð Tengdar fréttir Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. 27. janúar 2021 11:57 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Flugstöð og varaflugvellir Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. 24. mars 2020 17:30 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Á útboðsþingi Samtaka Iðnaðarins í morgun kynntu opinberir aðilar útboðs- og framkvæmdaáætlanir sínar fyrir yfirstandandi ár. samtök iðnaðarins Upphæðirnar sjást í milljörðum á dökkbláu súlunum fyrir þetta ár á meðfylgjandi mynd en áætlanir ársins í fyrra sjást á ljósbláu súlunum. Það er áberandi hvað stærstu fjárfestingaraðilarnir, Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Framkvæmdasýsla ríkisins og Ísavía ætla að gefa mikið í á þessu ári. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir skýringanna að hluta til að leita í því að ekkert varð af um þriðjungi framkvæmdanna í fyrra. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir viss vonbrigði að opinberir aðilar setji ekki meira í innviðafjárfestingar því á krepputímum sé einmitt tíminn til þess.Stöð 2/Arnar „Það eru vissulega örlítil vonbrigði að sjá þessa lækkun þótt að heimsfaraldur kórónuveiru skýri auðvitað stóran hluta af þessu. Við nefndum sem dæmi að Ísavia hafði áætlanir uppi um tuttugu milljarða fjárfestingar. Endaði í einhverjum tvö hundruð milljónum rétt rúmlega. Þannig að það munar mjög miklu um það,“ segir Árni. Heildar samdrátturinn hafi verið upp á 29 prósent. Vegagerðin fjárfesti fyrir 7,6 milljörðum minna í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna seinkunar ýmissra útboða. Áætlanir Ísavia hrundu á sama tíma og tekjurnar með mikilli fækkun ferðamanna. Reykjavíkurborg sker sig aftur á móti úr sem ákvað að auka sínar framkvæmdir verulega í fyrra vegna faraldursins. Hér má sjá áætlanir opinberra aðila í fyrra á dökkbláu súlunum annars vegar og það sem raunverulega var fjárfest frir á ljósbláu súlunum hins vegar.samtök iðnaðarins Árni segir hækkun áætlana milli ára lítilsháttar eða úr 4,5 prósentum af landsframleiðslu í 4,6 prósent. Vegagerðin áætli 11,1 milljarði minna í framkvæmdir á þessu ári en því síðasta sem séu viss vonbrigði því verkefnin séu ótalmörg og mjög brýn. Það sé þó jákvætt að stjórnvöld hafi sett fókusinn á innviðafjárfestingar og margt sé í pípunum á næstu árum eins og Sundabraut. Árni segir uppsafnaða þörf fyrir fjárfestingar í innviðum langt umfram þær áætlanir sem kynntar voru í dag. Í kreppunni nú sé rétti tíminn til stórræða. „Fjárfesting í innviðum í dag skilar hagvexti og styrkir okkur til lengri tíma litið. Þannig að því lengur sem við seinkum þessum hlutum þeim mun dýrara mun það verða fyrir okkur í framtíðinni að bæta í þessa liði. Þessu er ekki kastað á glæ. Menn fara ekki í framkvæmdir framkvæmdanna vegna heldur til að styðja við innviðina, atvinnulíf og líf fólks í landinu,“ segir Árni Sigurjónsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Vegagerð Tengdar fréttir Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. 27. janúar 2021 11:57 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Flugstöð og varaflugvellir Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. 24. mars 2020 17:30 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45
Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. 27. janúar 2021 11:57
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
Flugstöð og varaflugvellir Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. 24. mars 2020 17:30
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24