Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 16:13 Michelle Ballarin, eigandi USAerospace. Vísir/Baldur Hrafnkell USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni. WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni.
WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira