Flugmenn í þjálfun keyptu fimm þúsund hótelnætur Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2021 16:55 Flugmenn æfa lendingu í einum af flughermum Icelandair. Stöð 2 Á sama tíma tíma og flugheimurinn er í djúpri lægð vegna kórónufaraldursins hefur þjálfun erlendra flugmanna í flughermum Icelandair stóraukist. Þannig sendu erlend flugfélög fimm þúsund flugmenn í þjálfun til Hafnarfjarðar í fyrra. Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira