Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár

Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir.

Erlent
Fréttamynd

Einn fékk hæli en 25 synjun

Einum Líbýumanni var veitt hæli sem flóttamanni síðastliðinn föstudag þegar Útlendingastofnun birti ákvarðanir í 26 málum. Tuttugu og fimm var synjað um hæli. Þetta staðfestir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Slóvenar kalla eftir liðsauka

Slóvensk stjórnvöld segjast ekki ráða við þann mikla straum flóttamanna inn til landsins og hafa óskað eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Brjóta Barnasáttmála með brottvísun

Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt.

Innlent
Fréttamynd

Ólga á meðal flóttafólks í Króatíu

Ólgan fer nú vaxandi á meðal flóttafólks í Austur Evrópu eftir að leiðin til norðurs, til Austurríkis og Þýskalands, var gerð torveldari með nýjum landamærareglum. Króatía hefur farið fram á að Slóvenar taki við allt að fimmþúsund flóttamönnum á hverjum degi en Slóvenar segjast aðeins ráða við að taka helming þess fjölda.

Erlent
Fréttamynd

Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands

Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning

Erlent
Fréttamynd

Fjölskyldan fékk synjun um hæli

Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn.

Erlent