Erlent

Fjármálaráðherra Hollands segir klofning úr Schengen mögulegan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Schengen-samstarfið er umdeilt þessa dagana.
Schengen-samstarfið er umdeilt þessa dagana. Vísir/Getty

Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands og forsvarsmaður Evruhópsins varar við því að hópur ESB-ríkja gæti neyðst til þess að stofna sitt eigið Schengen-samstarf takist leiðtogum Evrópusambandsins ekki að glíma við straum flóttamanna til Evrópu.

Dijsselbloem kallaði eftir því að öll ríki Evrópusambandsins axli ábyrgð og tækju á móti flóttamönnum, ella myndu fimm til sex ríki Schengen-samstarfsins slíta sig frá því og stofna sitt eigið til þess að tryggja landamæri sín.

„Ríki á borð við Svíþjóð, Þýskaland, Austurríki, Belgía og Holland axla ábyrgð á flóttamannavandanum og þessi ríki hafa áhuga á því að vinna betur saman til þess að tryggja landamæri sín,“ sagði Dijsselbloem.

„Mér þætti það mjög leitt ef það myndi gerast, slíkt skref myndi hafa neikvæð pólitísk- og efnahagsleg áhrif á okkur öll,“ sagði Dijsselbloem við blaðamenn í dag aðspurður að því hvort að klofningur úr Schengen væri möguleiki.

Leiðtogar ESB hafa kallað eftir hertari reglum varðandi ytri landamæri Schengen og samþykkti Evrópusambandi nýverið hertari reglugerðir þess efns vegna hryðjuverkaárásanna í París en stefnt er að því að auka eftirlit á ytri landamærum ESB.


Tengdar fréttir

Schengen á lífi

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar í Evrópu samþykktu í gær að herða gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Innanríkisráðherra Frakka segir að ástandið muni vara eins lengi og þörf sé á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×