Lögreglan setur mannskap í að verjast hatursglæpum á Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 7. nóvember 2015 08:30 Íslensk umræða um þjóðerniskennd á Facebook og á spjallborði „Mér vitanlega hefur ekki verið fylgst með öfgahópum eða -hreyfingum á Íslandi með kerfisbundnum hætti nema að því er varðar hryðjuverkaógn. Lögregla hefur samt fengið ýmsar ábendingar um slíka háttsemi og skoðað í kjölfarið, en ekki með markvissum hætti. Það stendur til að breyta því,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 15. janúar næstkomandi verður til ný staða lögreglumanns í svokölluðum hatursglæpum. „Sá mun leitast við að kortleggja svona starfsemi, mynda tengsl við slíka hópa og þess háttar.“Alda HrönnVísir/PjeturAðspurð segir Alda þróunina í nágrannalöndum okkar benda til þess að Íslendingar þurfi að vera viðbúnir uppgangi öfgahópa. „Þessi nýja staða í hatursglæpum er ætluð til að bregðast við þessu. Sagan segir að það sem gerist í nágrannalöndum okkar getur allt eins gerst hér.“ Hún segir lögregluna ekki hafa hópa undir reglulegu eftirliti í dag. „Það hafa komið upp tilvik um hatursglæpi hér á landi, og frægt var þegar svínshausum var dreift á lóð í Sogamýri þar sem er fyrirhuguð bygging mosku. Tölfræði yfir hatursglæpi hefur ekki verið haldið innan lögreglunnar en það stendur til bóta.“ Alda segir lögregluna verða að gera ráðstafanir og taka mið af því sem er að gerast í kringum okkur. „Ef hatursglæpir verða hér á landi verðum við að vera undirbúin, þó að maður voni auðvitað að það komi ekki til þess. En ef það gerist verður viðbragðsáætlun hrint af stað, eins og almennt í eldsvoðum. Þarna tel ég að nýja staðan í hatursglæpum komi sterk inn.“Eiríkur Bergmann segir að eftir að þjóðernisstefnan beið skipbrot hafi komið fram nokkrar öfgahreyfingar.Fjöldi öfgahreyfinga orðið til á ÍslandiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur hefur fylgst með uppgangi öfgasinnaðra þjóðernisafla í kjölfar efnahagskrísunnar. „Þjóðernisöflin klæða sig í mýkri búning núna en áður, birtingarmyndin er hófstilltari og mýkri en undirliggjandi er í rauninni sama hugmyndafræðin. Ég hef velt því fyrir mér af hverju hafa ekki orðið til svona flokkar á Íslandi, á borð við danska þjóðarflokkinn, breska sjálfstæðisflokkinn og frönsku þjóðarfylkinguna. Svarið við því er að þessir hugmyndastraumar hafa lifað góðu lífi innan margra meginstraumsflokka í gegnum tíðina.“ Eiríkur segir Framsóknarflokkinn nú hafa flest einkenni þjóðernispopúlisma eins og þau birtast í Evrópu, án þess að honum megi á nokkurn hátt blanda saman við öfgahreyfingar. „Orðræða Framsóknarflokksins hefur breyst frá hruni með algerlega nýrri forystu. Það verða algjör umskipti í flokknum. Orðræða flokksins fór að verða miklu þjóðernisskotnari heldur en áður. Framsóknarflokkurinn er því að hluta til þjóðernispopúlískur flokkur, hann er líka miðjuflokkur og gamall bændaflokkur.“Áberandi öfgahreyfingar Eiríkur segir að þegar þjóðernisstefnan beið almennt skipbrot, hafi komið upp nokkrar öfgahreyfingar. „Á áttunda áratugnum og fram á þann níunda er félagsskapurinn Norrænt mannkyn starfræktur. Það var rasískur félagsskapur. Íslenskir stjórnmálamenn tengdust sumir þeim félagsskap og töluðu á fundum þeirra. Svo verður til fyrirbæri á tíunda áratugnum sem hét Félag íslenskra þjóðernissinna. Þeir náðu töluverðu flugi í umræðu, leiðtogi þeirra endaði á forsíðu DV í stóru opnuviðtali. Í viðtalinu lýsti hann mjög afgerandi kynþáttahyggju og yfirburðum hins hvíta kynstofns. Síðan verður til annar félagsskapur, Flokkur framfarasinna, þeir voru með lista yfir stefnumál sem hvíldu ekki lengur á líffræðilegum rasisma heldur menningarlegum. Þar sem aðgreiningin er ekki lengur réttlætt á grundvelli kynþáttar heldur menningar, það hefur síðar orðið stefið.“ Eiríkur minnist herferðar Frjálslynda flokksins árið 2006. „Áður en þessar greinar birtust voru þeir að mælast langt undir þröskuldi og á einum mánuði mælast þeir með 12% meira fylgi.“Ofbeldishreyfingar á ÍslandiEiríkur segir einnig hafa orðið vart við ofbeldishreyfingar. „Við sjáum þær minna, þetta eru faldar sellur sem birtast af og til. Ég get nefnt sem dæmi Combat 18 og Blood and Honor. Þetta eru útibú af erlendum rasistahreyfingum.“ Eiríkur telur kynþáttahyggju hafa komið upp að nýju, nú í andstöðu við múslima. „Það er barnaskapur að halda því fram að hún nái ekki til Íslands og jafnvel er jarðvegurinn fremur frjósamur hvað þetta varðar. Þannig að það er full ástæða til þess að fylgjast með slíku.“ Hann segir þörf á því að hafa augun opin nú þegar aukinn fjöldi flóttamanna leitar til Evrópu. „Það er oft í tengslum við slíkt sem þrýstingurinn magnast og þess vegna þurfa menn að hafa augun opin. Það eru alltaf einhverjir sem geta gengið lengra heldur en allir hinir sem taka þátt í umræðunni gera sér nokkru sinni grein fyrir. Það er þess vegna sem þeir sem standa framarlega í umræðu bera ábyrgð á því hvernig þeir flytja mál sitt.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir andúð á útlendingum og einkum gyðingum svartan blett á sögu íslenskra stjórnvalda.Kynþáttahyggjan lifir í samfélaginuGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir kynþáttahyggju lifa í íslensku samfélagi og eiga sér rætur þótt hægri öfgaflokkar hafi aldrei náð fótfestu. Íslensk stjórnvöld hafi átt ríkan þátt í að stuðla að andúð á útlendingum. Hægri öfgaflokkar hafa aldrei náð fótfestu á Íslandi, hér voru stækir þjóðernissinnar í anda fasisma og nasisma. En þeir fengu aldrei fulltrúa á Alþingi og hverfandi fylgi í kosningum hvort sem það var til þings eða bæjar- og sveitarstjórna. Hvers vegna? Aðstæður voru allar aðrar hér, kannski tilviljanir, þetta voru mest krakkar, ungir strákar. Þeir höfðu engan alvöru leiðtoga sem náði að heilla fjöldann og blessunarlega er lýðræðishefð sterk hérna þótt til dæmis kjördæmakerfið hafi verið bæði ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Hér var samt aðdáun á Þýskalandi og hvernig Adolf Hitler og hans flokki tókst að rétta það ríki við, að því er virtist. Margir Íslendingar sem myndu alltaf hafa skömm á ógnarverkum nasismans sögðu á fjórða áratugnum að svona ætti að gera hlutina.Skömm stjórnvalda Það er sorgarsaga að í íslensku samfélagi á þessum tíma voru til staðar ranghugmyndir um kynþætti og sérstaka yfirburði hvíta kynstofnsins og aría, það var jarðvegur hér fyrir þannig falsvísindi og fordóma. Það sýndi sig meðal annars í andúð á útlendingum og einkum gyðingum. Ráðamenn hér vildu ekki að gyðingar fengju landvistarleyfi. Það eru dæmi um gyðinga sem voru sendir til Danmerkur og nánast í opinn dauðann ef þeim hefði ekki tekist að forða sér þar frá því að lenda í klóm nasista. Þetta er svartur blettur á sögu íslenskra stjórnvalda. Eftir stríð er enginn jarðvegur fyrir hægri öfgaflokka á Íslandi en kynþáttahyggjan lifði ennþá. Það voru til dæmis skýr skilaboð til bandarískra ráðamanna að í varnarliðinu mættu ekki vera blökkumenn. Aftur er skömm stjórnvalda mikil, tíðarandi getur ekki afsakað allt.“timarit.isDökkir á hörund áttu erfitt Guðni telur fólk dökkt á hörund hafa átt í erfiðleikum með að setjast að á Íslandi. „Útlendingaeftirlitið, seinna Útlendingastofnun vildi örugglega ekki dökka innflytjendur. Það stýrði flutningi erlends fólks til landsins. Þar tóku menn hlutverk sitt mjög alvarlega. Þar var verið að stjórna því hverjir flyttust til Íslands. Þótt ég hafi ekki rannsakað það eða komist í einhver gögn sem sanna það beinlínis þá virðist það liggja beint við að þeir sem voru öðruvísi á hörund en við áttu í enn meiri erfiðleikum en aðrir með að setjast hér að.“ Guðni bendir á að það sé hægt að lesa dagblöð frá þessum tíma til að fanga tíðarandann. „Þess hluta hægri öfga, ótta við útlendinga og kynþáttahyggju, þeirra hluta gætir alveg í íslensku samfélagi áratugina eftir stríð. Það þarf ekki annað en að líta í sum blöð frá sjöunda og sjötta áratugnum, til dæmis Mánudagsblaðið, þar skín rasismi í gegn á hverri síðu. Auðvitað var það ekki sómakært blað ef svo má segja en segir samt sína sögu.“Við og hinir Fortíðin er nærri og Guðni segir stutt síðan Íslendingar brutu á mannréttindum innflytjenda með því að láta þá hætta að nota nafn sem þeim var gefið. „Við vorum og erum smáþjóð og skiljanlegt að menn vilji halda í einkenni þjóðarinnar, íslenska tungu. Þar til fyrir nokkrum árum gátu menn ekki fengið íslenskt ríkisfang nema að taka upp íslenskt nafn sem er náttúrlega brot á mannréttindum en var hluti af þessari verndarstefnu. Hér gætu menn ekki heitið Baltasar Samper eða Vladimir Ashkenazy. Þú ert ekki alvöru Íslendingur ef þú heitir ekki Jón eða Guðrún. Þetta flæðir í húðlitinn, getur þú verið Íslendingur ef þú ert dökkur á hörund? Eða getur þú verið Íslendingur ef þú talar ekki íslensku? Sumt af þessu er saklausara en annað, en það er það kannski ekki ef hugmyndin er sú að þetta séu við og hinir og þú getir eiginlega ekki tilheyrt okkur nema þú sért alveg eins og við.“ Fortíðin er nærri og Guðni segir stutt síðan Íslendingar brutu á mannréttindum innflytjenda með því að láta þá hætta að nota nafn sem þeim var gefið. „Við vorum og erum smáþjóð og skiljanlegt að menn vilji halda í einkenni þjóðarinnar, íslenska tungu. Þar til fyrir nokkrum árum gátu menn ekki fengið íslenskt ríkisfang nema að taka upp íslenskt nafn sem er náttúrlega brot á mannréttindum en var hluti af þessari verndarstefnu. Hér gætu menn ekki heitið Baltasar Samper eða Vladimir Ashkenazy. Þú ert ekki alvöru Íslendingur ef þú heitir ekki Jón eða Guðrún. Þetta flæðir í húðlitinn, getur þú verið Íslendingur ef þú ert dökkur á hörund? Eða getur þú verið Íslendingur ef þú talar ekki íslensku? Sumt af þessu er saklausara en annað, en það er það kannski ekki ef hugmyndin er sú að þetta séu við og hinir og þú getir eiginlega ekki tilheyrt okkur nema þú sért alveg eins og við.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Mér vitanlega hefur ekki verið fylgst með öfgahópum eða -hreyfingum á Íslandi með kerfisbundnum hætti nema að því er varðar hryðjuverkaógn. Lögregla hefur samt fengið ýmsar ábendingar um slíka háttsemi og skoðað í kjölfarið, en ekki með markvissum hætti. Það stendur til að breyta því,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 15. janúar næstkomandi verður til ný staða lögreglumanns í svokölluðum hatursglæpum. „Sá mun leitast við að kortleggja svona starfsemi, mynda tengsl við slíka hópa og þess háttar.“Alda HrönnVísir/PjeturAðspurð segir Alda þróunina í nágrannalöndum okkar benda til þess að Íslendingar þurfi að vera viðbúnir uppgangi öfgahópa. „Þessi nýja staða í hatursglæpum er ætluð til að bregðast við þessu. Sagan segir að það sem gerist í nágrannalöndum okkar getur allt eins gerst hér.“ Hún segir lögregluna ekki hafa hópa undir reglulegu eftirliti í dag. „Það hafa komið upp tilvik um hatursglæpi hér á landi, og frægt var þegar svínshausum var dreift á lóð í Sogamýri þar sem er fyrirhuguð bygging mosku. Tölfræði yfir hatursglæpi hefur ekki verið haldið innan lögreglunnar en það stendur til bóta.“ Alda segir lögregluna verða að gera ráðstafanir og taka mið af því sem er að gerast í kringum okkur. „Ef hatursglæpir verða hér á landi verðum við að vera undirbúin, þó að maður voni auðvitað að það komi ekki til þess. En ef það gerist verður viðbragðsáætlun hrint af stað, eins og almennt í eldsvoðum. Þarna tel ég að nýja staðan í hatursglæpum komi sterk inn.“Eiríkur Bergmann segir að eftir að þjóðernisstefnan beið skipbrot hafi komið fram nokkrar öfgahreyfingar.Fjöldi öfgahreyfinga orðið til á ÍslandiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur hefur fylgst með uppgangi öfgasinnaðra þjóðernisafla í kjölfar efnahagskrísunnar. „Þjóðernisöflin klæða sig í mýkri búning núna en áður, birtingarmyndin er hófstilltari og mýkri en undirliggjandi er í rauninni sama hugmyndafræðin. Ég hef velt því fyrir mér af hverju hafa ekki orðið til svona flokkar á Íslandi, á borð við danska þjóðarflokkinn, breska sjálfstæðisflokkinn og frönsku þjóðarfylkinguna. Svarið við því er að þessir hugmyndastraumar hafa lifað góðu lífi innan margra meginstraumsflokka í gegnum tíðina.“ Eiríkur segir Framsóknarflokkinn nú hafa flest einkenni þjóðernispopúlisma eins og þau birtast í Evrópu, án þess að honum megi á nokkurn hátt blanda saman við öfgahreyfingar. „Orðræða Framsóknarflokksins hefur breyst frá hruni með algerlega nýrri forystu. Það verða algjör umskipti í flokknum. Orðræða flokksins fór að verða miklu þjóðernisskotnari heldur en áður. Framsóknarflokkurinn er því að hluta til þjóðernispopúlískur flokkur, hann er líka miðjuflokkur og gamall bændaflokkur.“Áberandi öfgahreyfingar Eiríkur segir að þegar þjóðernisstefnan beið almennt skipbrot, hafi komið upp nokkrar öfgahreyfingar. „Á áttunda áratugnum og fram á þann níunda er félagsskapurinn Norrænt mannkyn starfræktur. Það var rasískur félagsskapur. Íslenskir stjórnmálamenn tengdust sumir þeim félagsskap og töluðu á fundum þeirra. Svo verður til fyrirbæri á tíunda áratugnum sem hét Félag íslenskra þjóðernissinna. Þeir náðu töluverðu flugi í umræðu, leiðtogi þeirra endaði á forsíðu DV í stóru opnuviðtali. Í viðtalinu lýsti hann mjög afgerandi kynþáttahyggju og yfirburðum hins hvíta kynstofns. Síðan verður til annar félagsskapur, Flokkur framfarasinna, þeir voru með lista yfir stefnumál sem hvíldu ekki lengur á líffræðilegum rasisma heldur menningarlegum. Þar sem aðgreiningin er ekki lengur réttlætt á grundvelli kynþáttar heldur menningar, það hefur síðar orðið stefið.“ Eiríkur minnist herferðar Frjálslynda flokksins árið 2006. „Áður en þessar greinar birtust voru þeir að mælast langt undir þröskuldi og á einum mánuði mælast þeir með 12% meira fylgi.“Ofbeldishreyfingar á ÍslandiEiríkur segir einnig hafa orðið vart við ofbeldishreyfingar. „Við sjáum þær minna, þetta eru faldar sellur sem birtast af og til. Ég get nefnt sem dæmi Combat 18 og Blood and Honor. Þetta eru útibú af erlendum rasistahreyfingum.“ Eiríkur telur kynþáttahyggju hafa komið upp að nýju, nú í andstöðu við múslima. „Það er barnaskapur að halda því fram að hún nái ekki til Íslands og jafnvel er jarðvegurinn fremur frjósamur hvað þetta varðar. Þannig að það er full ástæða til þess að fylgjast með slíku.“ Hann segir þörf á því að hafa augun opin nú þegar aukinn fjöldi flóttamanna leitar til Evrópu. „Það er oft í tengslum við slíkt sem þrýstingurinn magnast og þess vegna þurfa menn að hafa augun opin. Það eru alltaf einhverjir sem geta gengið lengra heldur en allir hinir sem taka þátt í umræðunni gera sér nokkru sinni grein fyrir. Það er þess vegna sem þeir sem standa framarlega í umræðu bera ábyrgð á því hvernig þeir flytja mál sitt.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir andúð á útlendingum og einkum gyðingum svartan blett á sögu íslenskra stjórnvalda.Kynþáttahyggjan lifir í samfélaginuGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir kynþáttahyggju lifa í íslensku samfélagi og eiga sér rætur þótt hægri öfgaflokkar hafi aldrei náð fótfestu. Íslensk stjórnvöld hafi átt ríkan þátt í að stuðla að andúð á útlendingum. Hægri öfgaflokkar hafa aldrei náð fótfestu á Íslandi, hér voru stækir þjóðernissinnar í anda fasisma og nasisma. En þeir fengu aldrei fulltrúa á Alþingi og hverfandi fylgi í kosningum hvort sem það var til þings eða bæjar- og sveitarstjórna. Hvers vegna? Aðstæður voru allar aðrar hér, kannski tilviljanir, þetta voru mest krakkar, ungir strákar. Þeir höfðu engan alvöru leiðtoga sem náði að heilla fjöldann og blessunarlega er lýðræðishefð sterk hérna þótt til dæmis kjördæmakerfið hafi verið bæði ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Hér var samt aðdáun á Þýskalandi og hvernig Adolf Hitler og hans flokki tókst að rétta það ríki við, að því er virtist. Margir Íslendingar sem myndu alltaf hafa skömm á ógnarverkum nasismans sögðu á fjórða áratugnum að svona ætti að gera hlutina.Skömm stjórnvalda Það er sorgarsaga að í íslensku samfélagi á þessum tíma voru til staðar ranghugmyndir um kynþætti og sérstaka yfirburði hvíta kynstofnsins og aría, það var jarðvegur hér fyrir þannig falsvísindi og fordóma. Það sýndi sig meðal annars í andúð á útlendingum og einkum gyðingum. Ráðamenn hér vildu ekki að gyðingar fengju landvistarleyfi. Það eru dæmi um gyðinga sem voru sendir til Danmerkur og nánast í opinn dauðann ef þeim hefði ekki tekist að forða sér þar frá því að lenda í klóm nasista. Þetta er svartur blettur á sögu íslenskra stjórnvalda. Eftir stríð er enginn jarðvegur fyrir hægri öfgaflokka á Íslandi en kynþáttahyggjan lifði ennþá. Það voru til dæmis skýr skilaboð til bandarískra ráðamanna að í varnarliðinu mættu ekki vera blökkumenn. Aftur er skömm stjórnvalda mikil, tíðarandi getur ekki afsakað allt.“timarit.isDökkir á hörund áttu erfitt Guðni telur fólk dökkt á hörund hafa átt í erfiðleikum með að setjast að á Íslandi. „Útlendingaeftirlitið, seinna Útlendingastofnun vildi örugglega ekki dökka innflytjendur. Það stýrði flutningi erlends fólks til landsins. Þar tóku menn hlutverk sitt mjög alvarlega. Þar var verið að stjórna því hverjir flyttust til Íslands. Þótt ég hafi ekki rannsakað það eða komist í einhver gögn sem sanna það beinlínis þá virðist það liggja beint við að þeir sem voru öðruvísi á hörund en við áttu í enn meiri erfiðleikum en aðrir með að setjast hér að.“ Guðni bendir á að það sé hægt að lesa dagblöð frá þessum tíma til að fanga tíðarandann. „Þess hluta hægri öfga, ótta við útlendinga og kynþáttahyggju, þeirra hluta gætir alveg í íslensku samfélagi áratugina eftir stríð. Það þarf ekki annað en að líta í sum blöð frá sjöunda og sjötta áratugnum, til dæmis Mánudagsblaðið, þar skín rasismi í gegn á hverri síðu. Auðvitað var það ekki sómakært blað ef svo má segja en segir samt sína sögu.“Við og hinir Fortíðin er nærri og Guðni segir stutt síðan Íslendingar brutu á mannréttindum innflytjenda með því að láta þá hætta að nota nafn sem þeim var gefið. „Við vorum og erum smáþjóð og skiljanlegt að menn vilji halda í einkenni þjóðarinnar, íslenska tungu. Þar til fyrir nokkrum árum gátu menn ekki fengið íslenskt ríkisfang nema að taka upp íslenskt nafn sem er náttúrlega brot á mannréttindum en var hluti af þessari verndarstefnu. Hér gætu menn ekki heitið Baltasar Samper eða Vladimir Ashkenazy. Þú ert ekki alvöru Íslendingur ef þú heitir ekki Jón eða Guðrún. Þetta flæðir í húðlitinn, getur þú verið Íslendingur ef þú ert dökkur á hörund? Eða getur þú verið Íslendingur ef þú talar ekki íslensku? Sumt af þessu er saklausara en annað, en það er það kannski ekki ef hugmyndin er sú að þetta séu við og hinir og þú getir eiginlega ekki tilheyrt okkur nema þú sért alveg eins og við.“ Fortíðin er nærri og Guðni segir stutt síðan Íslendingar brutu á mannréttindum innflytjenda með því að láta þá hætta að nota nafn sem þeim var gefið. „Við vorum og erum smáþjóð og skiljanlegt að menn vilji halda í einkenni þjóðarinnar, íslenska tungu. Þar til fyrir nokkrum árum gátu menn ekki fengið íslenskt ríkisfang nema að taka upp íslenskt nafn sem er náttúrlega brot á mannréttindum en var hluti af þessari verndarstefnu. Hér gætu menn ekki heitið Baltasar Samper eða Vladimir Ashkenazy. Þú ert ekki alvöru Íslendingur ef þú heitir ekki Jón eða Guðrún. Þetta flæðir í húðlitinn, getur þú verið Íslendingur ef þú ert dökkur á hörund? Eða getur þú verið Íslendingur ef þú talar ekki íslensku? Sumt af þessu er saklausara en annað, en það er það kannski ekki ef hugmyndin er sú að þetta séu við og hinir og þú getir eiginlega ekki tilheyrt okkur nema þú sért alveg eins og við.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira