Telur kærunefnd sitja báðum megin borðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Kheira og Riad, níu ára sonur hennar, segja aðstæður hælisleitenda í Frakklandi vera skelfilegar. vísir/vilhelm Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar. Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar.
Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira