Hælisleitandi frá Súdan óttast að verða sendur til Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.” Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.”
Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira