Horfum á heildarmyndina Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Skoðun 16. nóvember 2020 09:30
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Innlent 15. nóvember 2020 19:31
Ferðaþjónustan og fólkið til framtíðar Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Skoðun 13. nóvember 2020 17:29
Ekkert samkomulag liggi fyrir um byggingu lúxushótels á Miðbakka Reykjavíkurhafnar Áform um byggingu lúxushótels undir merkjum Four Seasons-hótelkeðjunnar á Miðbakka Reykjavíkurhafnar stranda ekki aðeins á deiliskipulagi heldur eru viðræður um hótelið á algjöru byrjunarstigi og ekkert samkomulag liggur fyrir af hálfu hótelkeðjunnar. Viðskipti innlent 12. nóvember 2020 21:21
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Innlent 12. nóvember 2020 20:02
Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka Vincent Tan sem nýverið eignaðist öll Icelandair hótelin vill reisa 33 þúsund fermetra fjölnota byggingu á Miðbakka við gömlu höfnina sem meðal annars myndi hýsa fimm stjörnu Four Seasons hótel. Skipulag borgarinnar hefur hafnað hugmyndinni á grundvelli umsagnar Faxaflóahafna sem eiga lóðina. Innlent 12. nóvember 2020 19:20
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Innlent 11. nóvember 2020 19:52
Íslensk ferðaþjónusta í heild hlaut ferðaþjónustuverðlaun Íslensk ferðaþjónusta hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2020. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 16:16
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 10:31
Bein útsending: Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra býður til opins fundar um niðurstöður samkeppnismats OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði, sem hún óskaði eftir árið 2018 og niðurstöður liggja nú fyrir. Viðskipti innlent 10. nóvember 2020 12:16
Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Viðskipti innlent 9. nóvember 2020 18:17
Segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Innlent 8. nóvember 2020 16:11
Fyrirsjáanleikinn 1.júní 2021 Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Skoðun 2. nóvember 2020 07:31
Eldfjallasafn Haraldar í Hólminum auglýst til sölu Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið auglýst til sölu en safninu fylgja allir þeir safnmunir sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hafi komið sér upp síðustu áratugina. Innlent 2. nóvember 2020 07:03
Tuttugu og sex sagt upp í Bláa lóninu Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum. Lónið verður lokað í nóvember og aðeins opið um helgar í desember Viðskipti innlent 29. október 2020 17:34
Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Innlent 28. október 2020 23:32
Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Viðskipti innlent 28. október 2020 16:45
Allt að 3,5 milljarðar í tekjufallsstyrki til ferðaþjónustunnar Áætlað er að tekjufallsstyrkir vegna kórónuveirufaraldursins til minni ferðaþjónustufyrirtækja, leiðsögumanna og fleiri geti numið um 3,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 28. október 2020 10:41
Smíði nýrrar brúar að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Innlent 27. október 2020 22:11
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. Innlent 26. október 2020 11:21
Seljalandsfoss á lista yfir fallegustu staði Evrópu Nú þegar heimsfaraldur ríður yfir heimsbyggðina er í raun það eina sem hægt er að gera þegar kemur að ferðalögum er að plana næstu ferð. Lífið 20. október 2020 15:31
Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. Innlent 20. október 2020 13:28
Fengu hvorki ferðamenn né „eðlilegt líf“ innanlands Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Innlent 19. október 2020 19:00
Innan við helmingur hefur notað ferðagjöfina Alls var gert ráð fyrir að aðgerðin myndi kosta ríkissjóð einn og hálfan milljarð króna. Innlent 17. október 2020 16:23
Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Innlent 16. október 2020 12:18
Verslun víða blómleg í draugalegum miðbæ Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Viðskipti innlent 14. október 2020 18:31
Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Innlent 12. október 2020 22:09
Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Innlent 12. október 2020 19:36
Langþreyttur á biðinni og sagði löggunni að sekta sig Sigtryggur A. Magnússon stöðvarstjóri segir sótt að leigubílsstjórum úr öllum áttum. Innlent 10. október 2020 07:00
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Viðskipti innlent 9. október 2020 22:00