17 þúsund fermetrar í viðbót við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2021 20:02 Leó Árnason, sem er að rifna úr stolti af nýja miðbænum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á. Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum. Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira