Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 08:55 Icelandair áætlar 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. Vísir/Vilhelm Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik. Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52