Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2021 23:15 Frá vegagerðinni á Langanesströnd. Héraðsverk á Egilsstöðum annaðist verkið. KMU Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03