Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2021 23:15 Frá vegagerðinni á Langanesströnd. Héraðsverk á Egilsstöðum annaðist verkið. KMU Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03