Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Veit ekki hvernig lekann bar að

Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Seinni fimm flytj­endum Söngva­­keppninnar lekið

Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Enn bætist í hóp flytj­enda í Söngva­keppninni

Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision

Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði.

Lífið
Fréttamynd

Meiri­háttar breyting á stiga­kerfi Euro­vision

Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. 

Lífið
Fréttamynd

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

Tónlist
Fréttamynd

Annað land dregur sig úr Euro­vision

Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023.

Lífið
Fréttamynd

Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu

Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni.

Tónlist
Fréttamynd

Armensk Eurovision söngkona slær í gegn

Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina.

Tónlist
Fréttamynd

Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári

Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision

Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. 

Lífið
Fréttamynd

„Verður í vöðvaminninu að eilífu“

Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision.

Tónlist
Fréttamynd

Euro­vision verður í Bret­landi á næsta ári

Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi.

Lífið
Fréttamynd

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.

Innlent