Ísrael muni frekar draga sig úr keppni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 16:39 Fulltrúi Ísraela á sviði í keppninni í fyrra. Sarah Louise Bennett/EBU Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins. Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni. Eurovision Ísrael Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fleiri fréttir Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Sjá meira
Ástæðan er sú að eitt þeirra laga sem til greina kemur að verði framlag Ísrael í ár ber heitið „October Rain“ og vísar með beinum hætti til mannskæðrar árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Rúmlega 1200 Ísraelsmenn létust í árásinni sem hrinti af stað mannskæðum árásum Ísraelsmanna á Gasa. Lagið er á ensku, utan tveggja lína sem eru á hebresku. Áður hefur komið fram að hin rússnesk ættaða Eden Golan verði fulltrúi Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja lag fyrir söngkonuna og er October Rain eitt þeirra laga sem koma til greina. Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að forsvarsmenn KAN hafi hist á sérstökum fundi til að ræða þann möguleika að lagið verði dæmt úr leik af EBU. Fullyrt er að sú ákvörðun hafi verið tekin að draga Ísrael frekar úr Eurovision verði það niðurstaðan, frekar en að breyta orðalagi í laginu eða skipta um lag. Rifjað er upp að Georgíu hafi árið 2009 verið meinuð þátttaka í keppninni þegar landið sendi lagið „I Don't Want to Put In,“ sem vísaði með beinum hætti til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hið sama var uppi á teningnum þegar Hvíta-Rússlandi var meinuð þátttaka árið 2021. Haft er eftir stjórnendum KAN að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í samtali við EBU vegna málsins. Áður hefur EBU gefið út í tvígang að Ísraelsmönnum verði ekki meinuð þátttaka í keppninni vegna árása landsins á Gasa, þar sem tugþúsundir almennra borgara hafa látist. Ástæðan sé sú að Eurovision sé ekki pólitísk keppni.
Eurovision Ísrael Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fleiri fréttir Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Sjá meira