„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2024 08:01 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Magga Stína tónlistarkona og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur tókust á um Eurovision, og hvort við eigum að fara til Svíþjóðar eður ei. Magga Stína telur einsýnt að við eigum ekki að fara en hinir eru ekki endilega þar. vísir/arnar Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. Þar mættust þau Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – tónlistarkona og aðgerðarsinni og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Kristín Ólafsdóttir stjórnaði umræðunni. Ljóst er að Ríkissjónvarpið er í klemmu vegna málsins en fram hefur komið ótvíræð krafa um að RÚV sniðgangi keppnina vegna þátttöku Ísrael. Hér getur að líta rapport, skýrslu um hvað gekk á og þarna er að finna athyglisverð og umbúðalaus sjónarmið. Einkum frá Möggu Stínu sem er harður fulltrúi þeirra sjónarmiða að Ísland eigi ekki að taka þátt í Eurovision. Hinir tveir voru ekki þar. RÚV vill kaupa sér tíma Stefán var fyrst spurður um nýjustu vendingar sem eru þær að vilja slíta í sundur Söngvakeppnina, undankeppnina fyrir Eurovision og svo Eurovision-keppnina sjálfa. Þetta er ákvörðun sem margir telja undanbrögð en Stefán er ekki á því. „Þetta er auðvitað bara ferli sem hefur verið í gangi í langan tíma eða frá því við fórum að fá hvatningu og undirskriftalista til okkar,“ sagði Stefán spurður um þetta atriði. Hann segir þrýsting hafi myndast en stjórnendur keppninnar hafi rætt þessa stöðu opinskátt við þá sem skráðir eru til leiks. Og þessi hafi orðið niðurstaðan. Stefán segir málið ekki einfalt og taka verði tillit til margra ólíkra sjónarmiða. „Við höfum hlustað náið í hvað félagar okkar á Norðurlöndunum hafa verið að gera. Og komið áhyggjum okkur á framfæri við EBU (Samtök ríkissjónvarpsstöðva í Evrópu). Niðurstaðan varð sú að það myndi skapa okkur tækifæri, með að aðgreina þetta með þessum hætti, að endanleg ákvörðun verði tekin eftir söngvakeppnina og ákvörðunin verður RÚV.“ Stefán segir RÚV vera að kaupa sér tíma með því að slíta tengslin milli Söngvakeppninnar og Eurovision.vísir/arnar Þú segir að þið séuð að kaupa ykkur tíma og eruð þá að friðþægja tónlistarmennina eða eru þau sjónarmið úr lausu lofti gripin? „Við erum að reyna að skapa frið um söngvakeppni sem er mikilvægur viðburður í íslensku tónlistarlífi. Þarna heyrast ný íslensk lög með nýjum tónlistarmönnum. Við vildum verkja það, að halda öfluga íslenska söngvakeppni þar sem íslensku tónlistarlífi verður gert hátt undir höfði og sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpið. Það var markmiðið sem lagt var upp með í upphafi og við höfum ekki slegið það út af borðinu. Svo ætlum við að taka endanlega ákvörðun eftir Söngvakeppnina.“ Orðum aukið að Eurovision sé stökkpallur fyrir frægð og frama Magga Stína var þá spurð hvernig þessi ákvörðun stuðaði hana? Hún sagðist hafa ákveðnar skoðanir á þessu öllu. „Ég held ég tali fyrir hönd margra og meginþorra almennings að það er ekki uppi sama staða í heiminu og hefur verið hvað varðar Eurovision. Þetta er ekki einhver hress söngvakeppni í ljósi þess hryllings sem viðgengs á Gasa þar sem verið er að murka lífið úr palestínsku þjóðinni. Stefán sagði að mörgu að hyggja en fyrir Möggu Stínu er málið einfalt.vísir/arnar Ef við vísum til þess hvort RÚV eigi að fresta þeirri ákvörðun, þá get ég ekki séð hvernig það er hægt með siðferðilegt mál eins og þetta,“ sagði Magga Stína. Hún sagði það galið að setja ákvörðun um hugsanlega sniðgöngu í hendur á keppendum. „Þetta er yfirleitt ungt fólk sem er alið upp við vestræn gildi; að þú eigir að koma þér áfram og svo er það matað á því að þetta sé einhver stökkpallur til að verða þér úti um frægð og frama.“ Magga Stína sagði fá ef nokkur dæmi um að Eurovision væri slíkur stökkpallur. Undantekning gæti verið Abba en frægð þeirra og frama mætti kannski frekar rekja til þess hversu góð þau voru. „Mér finnst það skylda Ríkissjónvarpsins að taka afstöðu til þessa máls. Ef RÚV telur sig vera sá vettvangur, rödd almenningsútvarps, rödd okkar sem greiðum hér skatta þá vill meirihluti almennings að RÚV sniðgangi keppnina. Mér finnst eðlilegt að stofnunin geri það.“ Dansað á sviði með manni í búningi IDF Baldur taldi slíka sniðgöngu ekki hafa mikla þýðingu. „Ekki ein og sér. Myndi kannski búa til einhverjar fyrirsagnir í erlendum miðlum. Það væri ekki nema RÚV og ríkisstjórnin myndu standa sameiginlega að málum og þannig að verki að það myndi skila einhverjum árangri.“ Baldur sagði skrítið ef það ætti að taka Eurovision út fyrir sviga þegar fyrir lægi að Ísland er að fara að taka þátt í Ólympíuleikum, þeir eru að fara að keppa við þá í fótbolta og þannig mætti áfram telja. Það væri skrítið. „Ef Ísland vill sniðganga Ísrael, eina þjóðin í Vestur-Evrópu. Ég held að það myndi skila meiru ef rætt væri um samstöðu meðal annarra þjóða.“ Baldur segir sniðgöngu ekki endilega einu réttu leiðina.vísir/arnar Magga Stína sagðist geta tekið undir það og þau væru í sambandi við þrýstihópa annarra landa. Ekki væri útilokað að það verði samstillt átak. Það geti hins vegar reynst varasamt fyrir RÚV að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. „Það væri öflugt ef RÚV stæði í lappirnar og segði, við erum ekki fylgjandi þjóðarmorði, getum ekki dansað með ísraelskum keppendum á Júróvision-sviðinu, þar sem fram kemur hermaður úr IDF, í herklæðum – það er allt ógeðfellt við þetta.“ Hlutleysiskrafa ríkissjónvarpsins Stefán minnti á að mikilvægt væri að halda því til haga að Eurovison væri sjónvarpsþáttur. Og söngvakeppni. En svo blandist allskonar pólitík þar inní. Hann taldi varasamt að sniðganga keppnina á þeim forsendum að þar fengi einhver þjóð að taka þátt. „Það er ekki ákvörðun sem RÚV tekur eitt og sér. Ég held að RÚV geti ekki haft frumkvæði af því. Okkur ber að flytja fréttir með hlutlausum og hlutlægum hætti eins og á við um alla fjölmiðla,“ sagði Stefán og taldi einsýnt að slíkt gæti skaðað trúverðugleika stofnunarinnar. „Við verðum að fara varlega með þetta. En það getur vel verið að Ríkisútvarpið taki ekki þátt af þeim ástæðum að öryggis sé ekki gætt með fullnægjandi hætti. Magga Stína sagði þetta siðferðisspursmál, hvar þú viljir staðsetja þig. Sama hvað manneskja gerir í heiminum í dag, hún er alltaf að taka afstöðu. Og með því að taka enga afstöðu, þá ertu að taka afstöðu. Baldur segir að gá verði að upphaflegu hugmyndinni, sem sé friðarboðskapur, að sameina þjóðir Evrópu.vísir/arnar Baldur sagði keppnina til komna að verulegu leyti til að sameina þjóðir Evrópu. „Friðarboðskapur. Hann á að vera þannig að við sameinumst eina kvöldstund, horfum á það sem sameinar en ekki sundrar. Við erum fljót að fara í átakastjórnmálin,“ sagði Baldur og rakti það hvernig pólitíkin tók að blandast inn í, það hafi hafist með Júgóslavíu og stigmagnast. „Menn fara ekki lengur að horfa á friðinn heldur átökin. Allt orkar tvímælis þá gert er.“ Ekki alltaf hægt að hafa gaman Magga Stína sagði að ekki væri hjá því komist að horfa á þetta út frá siðferðilegum formerkjum. „Þarna eru 240 manns drepnir að meðaltali á dag. Við erum ekki að spyrja okkur að því hvort við getum átt huggulega kvöldstund meðan verið er að murka lífið úr börnum. Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig. Skemmtunin verður stundum að víkja fyrir grundvallarprinsippum.“ Baldur skaut því inní að keppnin snúist um frið, ekki peninga og það að þjóðir Evrópu vinni saman. Sú sé grunnhugsunin. Magga Stína sagði slík sjónarmið falla um sjálf sig. Þver og endilöng. „Við hljótum að sniðganga stríðsvél sem murkar lífið úr þjóð, þetta er alvarlegt mál. Stefán segir, með öðrum orðum, það fráleitt að þátttaka Bashar Murad, sé útspil RÚV til þess fallið að slá á kröfur þeirra sem vilji sniðganga.vísir/arnar Kristín Ólafsdóttir spurði hver munurinn væri á þessu og svo því þegar Rússland fékk ekki að taka þátt? Stefán sagði muninn þann að þegar Rússar réðust inn í Úkraínu hafi myndast samtal á vettvangi Norðurlandanna, þar hafi myndast skýr samstaða. Rússland væri beitt allskonar viðskiptaþvingunum heilt yfir. „Í kjölfar þess að Rússlandi var vikið úr Eurovision var þeim einnig vikið EBU. Það byggðist á því að almannaþjónustumiðlarnir, þrír rússneskir miðlar væru málpípa stjórnvalda,“ sagði Stefán. Og þeir hafi því talist brjóta gegn hlutlægnikröfunni. „Framlag Ísraels í keppninni hefur ekki verið staðið að slíkum brotum og til viðbótar hefur Ísrael hvergi verið útilokað í alþjóðlegum keppnum. Í því liggur þessi munur. Hvað svo verður eftir eina viku.“ Öfga vinstri og öfga hægri sameinast í andstöðu sinni Spurður um nýlega niðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem samþykktar voru vítur á Ísrael sagði Baldur að það Stefán ætti að svara því til hvaða þýðingu hún hefði. Hann væri ekki afgerandi sá dómur; sagt að Ísrael ætti að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Gasa og passa sig á því að drepa ekki fleiri óbreytta borgara. Magga Stína segir það meira virði að hafa siðferðiskompásinn í lagi en að velta því fyrir sér hvort við komumst inn í Eurovision aftur ef við drögum okkur út núna.vísir/arnar „Það er auðvitað skelfilegt að horfa á þetta. En það sem er áhugavert, út frá stjórnmálafræðinni, er að það er verið að sækja að keppinni bæði frá hægri og vinstri,“ segir stjórnmálafræðiprófssorinn. Baldur sagði að öfgahægrið þyldi illa að sjá frjálsræðið sem væri í keppninni, klæðalitlir þátttakendur. „Þannig sameinast róttæka hægrið og róttæka vinstrið. Reynið að horfa á boðskap keppninnar, reynið að standa með honum.“ Magga Stína gaf ekki mikið fyrir þetta: „Reynið að hugsa um boðskap keppninnar meðan verið er að murka lífið úr fólki! Þetta er ekki forsvaranlegt.“ Stefán var spurður hvernig þetta færi og hann sagði kalt mat sitt, en hann á í miklum samskiptum við kollega sína á Norðurlöndunum auk þess að heyra reglulega frá EBU, að þetta mál væri ekki efst á baugi. „Nema ef vera skyldi í Noregi. Og Finnlandi líka. En þeir eru að fara sömu leið og við með að aðskilja söngvakeppnina frá Eurovsion.“ Ekkert fær breytt ákvörðuninni Magga Stína spurði hvort ekki væri hægt að halda bara íslenska keppni, láta Eurovision lönd og leið og hafa siðferðilegan kompás í lagi? Stefán sagði þetta sem gripið hefur verið til gert til að skapa ákveðinn frið í samráði við þátttakendur. „Þetta er gert til að leyfa almenningi að heyra og velja sitt lag. Mér heyrist engin merki um að til standi að sniðganga keppnina. Þeir verða varir við mikla umræðu og þrýsting á listamenn. En hin opinbera umræða er ekki með sama hætti og hér og það kannski helgast af utanríkispólitíkinni. Evrópa er eiginlega klofin í herðar niður þegar kemur að þessu máli.“ Þó umræðurnar væru harðar fór vel á með þátttakendum. Ísland mun ekki taka af skarið, að mati útvarpsstjóra. Ákvörðunin um framhaldið verður tekin að keppninni lokinni með hliðsjón af ýmsum þáttum, þróun á alþjóðavettvangi, sem og innlendum og svo öryggissjónarmiðum. Magga Stína svaraði útvarpsstjóra með því að hún vonaðist til að tekið yrði tillit til þeirra mörg hundruð tónlistarmanna sem hafa skrifað undir hvatningu um sniðgögnu sem væri friðsamasta mótmælaaðgerð gegn ofbeldi sem til er. „Þetta er allt peningahít og peningamaskína og þannig virka vestræn samfélög. Allt snýst þetta um peninga og við verðum aðeins að fara að skoða hjarta okkar,“ sagði Magga Stína. Sniðganga tvíeggja sverð Baldur segist ekkert endilega vera að tala gegn sniðgöngu en það beri að hafa í huga að þær gangi ekkert sérstaklega vel. „Viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi eru ekki að ganga neitt sérstaklega vel. Það þarf hálfan heiminn til ef það á að vera,“ sagði Baldur. Hann sagði, í víðara samhengi, RÚV ekki vera neitt eyland í þessu samhengi. Og hann rifjaði aftur upp það að skrítið væri ef RÚV ætlaði að segja pass á þátttöku en sportið væri stikkfrí. „Ég sé ekki að íþróttahreyfingin sé á þessari leið?“ Erum við ekki vinir? Jújú.vísir/arnar Kristín vék því næst talinu af þátttöku Bashar Murad, sem er samkynhneigður tónlistarmaður frá Palestínu en Vísir greindi frá því í vikunni að hann er meðal þátttakenda. Magga Stína sagðist ekki sjá að þátttaka hans breyti neinu. Þó hún skilji að aðrir telji svo vera. „Ég vissi fyrst af hans tilvist í gegnum þetta Hataramál. Það var lagt hart af þeim að sniðganga en í staðinn fóru þeir og vinkuðu palestínska fánanum. Það gerði ekki neitt, en þeir fengu mikla athygli. Hann talar um það sjálfur, á Stöð 2, hver væri besta aðferðin til að sýna samstöðu með Palestínu og það sé fyrst og fremst er það sniðganga.“ Þátttaka Bashars sannarlega ekki útpælt útspil RÚV Magga Stína sagði ýmis flækjustig í þessu. Grundvallardraumar ungs fólks séu skiljanlegir, að vilja vekja á sér athygli út frá því samfélagi sem þau alast upp í. „Í einstaklingsmiðuðu samfélagi, stemmning og allt það og sérstaklega þegar þetta fer inn í svona lokað rými og RÚV er. En í stóra samhenginu verðum við að hugsa um hvað er verið að gera. Hvað getum við lagt að mörkum til að þessi dráp hætti.“ Stefán sagðist eiga erfitt með að bregðast við spurningunni einfaldlega vegna þess að keppendur hafi ekki enn verið kynntir formlega. Það blæs um útvarpsstjóra sem aldrei fyrr vegna fyrirhugaðrar þátttöku Íslands í Eurovision.vísir/arnar „Tíu lög verða kynnt á morgun (í kvöld). Ferlið, þegar kemur að söngvakeppninni er mjög langt. Þessi vinna byrjar á vormánuðum, þetta var farið að taka á sig skýra mynd í september október, ef þetta er það sem á eftir að koma í ljós, ekki um neitt útspil að ræða af okkar hálfu.“ Stefán sagðist ekki vita nákvæmlega hverjir væru í hópi keppenda, það væri í höndum framkvæmdastjórnar keppninnar. Undirbúningur hafi byrjað á vormánuðum og honum ljúki í september/október. „Ég get lofað þér því að hér er ekkert verið að henda einhverju útspili fram úr erminni. Þetta liggur fyrir með miklu lengri fyrirvara. Og von er á góðu á laugardagskvöldið.“ Bashar setur strik í reikninginn Nýjustu fréttir eru svo þær að Ísland er komið í efsta sæti í spám veðbanka – Íslandi er spáð sigri af fólki sem er ekki að grínast með peninga sína. Eina breytan ný er þátttaka Bashar Murad þannig að óhætt er að segja hann hafa skipt sköpum hvað varðar möguleika Íslands. Magga Stína segir þetta rugl en Baldur segist vera því ósammála. „Almenningur var að kjósa gegn innrás Rússa í Úkraínu síðast. Og ef kannanir eru að sýna stuðning við þennan Palestínumann, sem hugsanlega keppir fyrir hönd Íslands, þá er ég hlynntur því. Eins og minn mentor í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, sagði svo oft: Kjósendur eru ekki fífl. Stundum er þetta á forsendum pólitíkur og kannski á Ísland raunhæfa möguleika?“ Baldur minnti á að ef Hatari hefði sniðgengið keppnina á sínum tíma þá hefði það ekki vakið neina athygli en hann hafi verið á staðnum og geti staðfest að bitist var um viðtöl við þá. Þeir hafi svo verið með listrænt atriði þar sem meðal annars var fjallað um harðstjórn og náðu eyrum. Það væru ýmsar leiðir færar til að mótmæla. Umræðan var lengri, Stefán til að mynda upplýsti að það yrði vissulega fjárhagslegt högg fyrir RÚV ef þeir myndu draga sig út núna en almennt væri það svo að þátttaka í Eurovision væri á sléttu. Magga Stína taldi einboðið að þá væri þetta ekki einu sinni vandamál. En hlusta má á þáttinn allan hér neðar. Eurovision Pallborðið Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Heilaþvotturinn“ náð lengra í alþjóðlegu grúppunum Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni. 26. janúar 2024 10:33 Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus. 25. janúar 2024 14:37 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þar mættust þau Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – tónlistarkona og aðgerðarsinni og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Kristín Ólafsdóttir stjórnaði umræðunni. Ljóst er að Ríkissjónvarpið er í klemmu vegna málsins en fram hefur komið ótvíræð krafa um að RÚV sniðgangi keppnina vegna þátttöku Ísrael. Hér getur að líta rapport, skýrslu um hvað gekk á og þarna er að finna athyglisverð og umbúðalaus sjónarmið. Einkum frá Möggu Stínu sem er harður fulltrúi þeirra sjónarmiða að Ísland eigi ekki að taka þátt í Eurovision. Hinir tveir voru ekki þar. RÚV vill kaupa sér tíma Stefán var fyrst spurður um nýjustu vendingar sem eru þær að vilja slíta í sundur Söngvakeppnina, undankeppnina fyrir Eurovision og svo Eurovision-keppnina sjálfa. Þetta er ákvörðun sem margir telja undanbrögð en Stefán er ekki á því. „Þetta er auðvitað bara ferli sem hefur verið í gangi í langan tíma eða frá því við fórum að fá hvatningu og undirskriftalista til okkar,“ sagði Stefán spurður um þetta atriði. Hann segir þrýsting hafi myndast en stjórnendur keppninnar hafi rætt þessa stöðu opinskátt við þá sem skráðir eru til leiks. Og þessi hafi orðið niðurstaðan. Stefán segir málið ekki einfalt og taka verði tillit til margra ólíkra sjónarmiða. „Við höfum hlustað náið í hvað félagar okkar á Norðurlöndunum hafa verið að gera. Og komið áhyggjum okkur á framfæri við EBU (Samtök ríkissjónvarpsstöðva í Evrópu). Niðurstaðan varð sú að það myndi skapa okkur tækifæri, með að aðgreina þetta með þessum hætti, að endanleg ákvörðun verði tekin eftir söngvakeppnina og ákvörðunin verður RÚV.“ Stefán segir RÚV vera að kaupa sér tíma með því að slíta tengslin milli Söngvakeppninnar og Eurovision.vísir/arnar Þú segir að þið séuð að kaupa ykkur tíma og eruð þá að friðþægja tónlistarmennina eða eru þau sjónarmið úr lausu lofti gripin? „Við erum að reyna að skapa frið um söngvakeppni sem er mikilvægur viðburður í íslensku tónlistarlífi. Þarna heyrast ný íslensk lög með nýjum tónlistarmönnum. Við vildum verkja það, að halda öfluga íslenska söngvakeppni þar sem íslensku tónlistarlífi verður gert hátt undir höfði og sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpið. Það var markmiðið sem lagt var upp með í upphafi og við höfum ekki slegið það út af borðinu. Svo ætlum við að taka endanlega ákvörðun eftir Söngvakeppnina.“ Orðum aukið að Eurovision sé stökkpallur fyrir frægð og frama Magga Stína var þá spurð hvernig þessi ákvörðun stuðaði hana? Hún sagðist hafa ákveðnar skoðanir á þessu öllu. „Ég held ég tali fyrir hönd margra og meginþorra almennings að það er ekki uppi sama staða í heiminu og hefur verið hvað varðar Eurovision. Þetta er ekki einhver hress söngvakeppni í ljósi þess hryllings sem viðgengs á Gasa þar sem verið er að murka lífið úr palestínsku þjóðinni. Stefán sagði að mörgu að hyggja en fyrir Möggu Stínu er málið einfalt.vísir/arnar Ef við vísum til þess hvort RÚV eigi að fresta þeirri ákvörðun, þá get ég ekki séð hvernig það er hægt með siðferðilegt mál eins og þetta,“ sagði Magga Stína. Hún sagði það galið að setja ákvörðun um hugsanlega sniðgöngu í hendur á keppendum. „Þetta er yfirleitt ungt fólk sem er alið upp við vestræn gildi; að þú eigir að koma þér áfram og svo er það matað á því að þetta sé einhver stökkpallur til að verða þér úti um frægð og frama.“ Magga Stína sagði fá ef nokkur dæmi um að Eurovision væri slíkur stökkpallur. Undantekning gæti verið Abba en frægð þeirra og frama mætti kannski frekar rekja til þess hversu góð þau voru. „Mér finnst það skylda Ríkissjónvarpsins að taka afstöðu til þessa máls. Ef RÚV telur sig vera sá vettvangur, rödd almenningsútvarps, rödd okkar sem greiðum hér skatta þá vill meirihluti almennings að RÚV sniðgangi keppnina. Mér finnst eðlilegt að stofnunin geri það.“ Dansað á sviði með manni í búningi IDF Baldur taldi slíka sniðgöngu ekki hafa mikla þýðingu. „Ekki ein og sér. Myndi kannski búa til einhverjar fyrirsagnir í erlendum miðlum. Það væri ekki nema RÚV og ríkisstjórnin myndu standa sameiginlega að málum og þannig að verki að það myndi skila einhverjum árangri.“ Baldur sagði skrítið ef það ætti að taka Eurovision út fyrir sviga þegar fyrir lægi að Ísland er að fara að taka þátt í Ólympíuleikum, þeir eru að fara að keppa við þá í fótbolta og þannig mætti áfram telja. Það væri skrítið. „Ef Ísland vill sniðganga Ísrael, eina þjóðin í Vestur-Evrópu. Ég held að það myndi skila meiru ef rætt væri um samstöðu meðal annarra þjóða.“ Baldur segir sniðgöngu ekki endilega einu réttu leiðina.vísir/arnar Magga Stína sagðist geta tekið undir það og þau væru í sambandi við þrýstihópa annarra landa. Ekki væri útilokað að það verði samstillt átak. Það geti hins vegar reynst varasamt fyrir RÚV að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. „Það væri öflugt ef RÚV stæði í lappirnar og segði, við erum ekki fylgjandi þjóðarmorði, getum ekki dansað með ísraelskum keppendum á Júróvision-sviðinu, þar sem fram kemur hermaður úr IDF, í herklæðum – það er allt ógeðfellt við þetta.“ Hlutleysiskrafa ríkissjónvarpsins Stefán minnti á að mikilvægt væri að halda því til haga að Eurovison væri sjónvarpsþáttur. Og söngvakeppni. En svo blandist allskonar pólitík þar inní. Hann taldi varasamt að sniðganga keppnina á þeim forsendum að þar fengi einhver þjóð að taka þátt. „Það er ekki ákvörðun sem RÚV tekur eitt og sér. Ég held að RÚV geti ekki haft frumkvæði af því. Okkur ber að flytja fréttir með hlutlausum og hlutlægum hætti eins og á við um alla fjölmiðla,“ sagði Stefán og taldi einsýnt að slíkt gæti skaðað trúverðugleika stofnunarinnar. „Við verðum að fara varlega með þetta. En það getur vel verið að Ríkisútvarpið taki ekki þátt af þeim ástæðum að öryggis sé ekki gætt með fullnægjandi hætti. Magga Stína sagði þetta siðferðisspursmál, hvar þú viljir staðsetja þig. Sama hvað manneskja gerir í heiminum í dag, hún er alltaf að taka afstöðu. Og með því að taka enga afstöðu, þá ertu að taka afstöðu. Baldur segir að gá verði að upphaflegu hugmyndinni, sem sé friðarboðskapur, að sameina þjóðir Evrópu.vísir/arnar Baldur sagði keppnina til komna að verulegu leyti til að sameina þjóðir Evrópu. „Friðarboðskapur. Hann á að vera þannig að við sameinumst eina kvöldstund, horfum á það sem sameinar en ekki sundrar. Við erum fljót að fara í átakastjórnmálin,“ sagði Baldur og rakti það hvernig pólitíkin tók að blandast inn í, það hafi hafist með Júgóslavíu og stigmagnast. „Menn fara ekki lengur að horfa á friðinn heldur átökin. Allt orkar tvímælis þá gert er.“ Ekki alltaf hægt að hafa gaman Magga Stína sagði að ekki væri hjá því komist að horfa á þetta út frá siðferðilegum formerkjum. „Þarna eru 240 manns drepnir að meðaltali á dag. Við erum ekki að spyrja okkur að því hvort við getum átt huggulega kvöldstund meðan verið er að murka lífið úr börnum. Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig. Skemmtunin verður stundum að víkja fyrir grundvallarprinsippum.“ Baldur skaut því inní að keppnin snúist um frið, ekki peninga og það að þjóðir Evrópu vinni saman. Sú sé grunnhugsunin. Magga Stína sagði slík sjónarmið falla um sjálf sig. Þver og endilöng. „Við hljótum að sniðganga stríðsvél sem murkar lífið úr þjóð, þetta er alvarlegt mál. Stefán segir, með öðrum orðum, það fráleitt að þátttaka Bashar Murad, sé útspil RÚV til þess fallið að slá á kröfur þeirra sem vilji sniðganga.vísir/arnar Kristín Ólafsdóttir spurði hver munurinn væri á þessu og svo því þegar Rússland fékk ekki að taka þátt? Stefán sagði muninn þann að þegar Rússar réðust inn í Úkraínu hafi myndast samtal á vettvangi Norðurlandanna, þar hafi myndast skýr samstaða. Rússland væri beitt allskonar viðskiptaþvingunum heilt yfir. „Í kjölfar þess að Rússlandi var vikið úr Eurovision var þeim einnig vikið EBU. Það byggðist á því að almannaþjónustumiðlarnir, þrír rússneskir miðlar væru málpípa stjórnvalda,“ sagði Stefán. Og þeir hafi því talist brjóta gegn hlutlægnikröfunni. „Framlag Ísraels í keppninni hefur ekki verið staðið að slíkum brotum og til viðbótar hefur Ísrael hvergi verið útilokað í alþjóðlegum keppnum. Í því liggur þessi munur. Hvað svo verður eftir eina viku.“ Öfga vinstri og öfga hægri sameinast í andstöðu sinni Spurður um nýlega niðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem samþykktar voru vítur á Ísrael sagði Baldur að það Stefán ætti að svara því til hvaða þýðingu hún hefði. Hann væri ekki afgerandi sá dómur; sagt að Ísrael ætti að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Gasa og passa sig á því að drepa ekki fleiri óbreytta borgara. Magga Stína segir það meira virði að hafa siðferðiskompásinn í lagi en að velta því fyrir sér hvort við komumst inn í Eurovision aftur ef við drögum okkur út núna.vísir/arnar „Það er auðvitað skelfilegt að horfa á þetta. En það sem er áhugavert, út frá stjórnmálafræðinni, er að það er verið að sækja að keppinni bæði frá hægri og vinstri,“ segir stjórnmálafræðiprófssorinn. Baldur sagði að öfgahægrið þyldi illa að sjá frjálsræðið sem væri í keppninni, klæðalitlir þátttakendur. „Þannig sameinast róttæka hægrið og róttæka vinstrið. Reynið að horfa á boðskap keppninnar, reynið að standa með honum.“ Magga Stína gaf ekki mikið fyrir þetta: „Reynið að hugsa um boðskap keppninnar meðan verið er að murka lífið úr fólki! Þetta er ekki forsvaranlegt.“ Stefán var spurður hvernig þetta færi og hann sagði kalt mat sitt, en hann á í miklum samskiptum við kollega sína á Norðurlöndunum auk þess að heyra reglulega frá EBU, að þetta mál væri ekki efst á baugi. „Nema ef vera skyldi í Noregi. Og Finnlandi líka. En þeir eru að fara sömu leið og við með að aðskilja söngvakeppnina frá Eurovsion.“ Ekkert fær breytt ákvörðuninni Magga Stína spurði hvort ekki væri hægt að halda bara íslenska keppni, láta Eurovision lönd og leið og hafa siðferðilegan kompás í lagi? Stefán sagði þetta sem gripið hefur verið til gert til að skapa ákveðinn frið í samráði við þátttakendur. „Þetta er gert til að leyfa almenningi að heyra og velja sitt lag. Mér heyrist engin merki um að til standi að sniðganga keppnina. Þeir verða varir við mikla umræðu og þrýsting á listamenn. En hin opinbera umræða er ekki með sama hætti og hér og það kannski helgast af utanríkispólitíkinni. Evrópa er eiginlega klofin í herðar niður þegar kemur að þessu máli.“ Þó umræðurnar væru harðar fór vel á með þátttakendum. Ísland mun ekki taka af skarið, að mati útvarpsstjóra. Ákvörðunin um framhaldið verður tekin að keppninni lokinni með hliðsjón af ýmsum þáttum, þróun á alþjóðavettvangi, sem og innlendum og svo öryggissjónarmiðum. Magga Stína svaraði útvarpsstjóra með því að hún vonaðist til að tekið yrði tillit til þeirra mörg hundruð tónlistarmanna sem hafa skrifað undir hvatningu um sniðgögnu sem væri friðsamasta mótmælaaðgerð gegn ofbeldi sem til er. „Þetta er allt peningahít og peningamaskína og þannig virka vestræn samfélög. Allt snýst þetta um peninga og við verðum aðeins að fara að skoða hjarta okkar,“ sagði Magga Stína. Sniðganga tvíeggja sverð Baldur segist ekkert endilega vera að tala gegn sniðgöngu en það beri að hafa í huga að þær gangi ekkert sérstaklega vel. „Viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi eru ekki að ganga neitt sérstaklega vel. Það þarf hálfan heiminn til ef það á að vera,“ sagði Baldur. Hann sagði, í víðara samhengi, RÚV ekki vera neitt eyland í þessu samhengi. Og hann rifjaði aftur upp það að skrítið væri ef RÚV ætlaði að segja pass á þátttöku en sportið væri stikkfrí. „Ég sé ekki að íþróttahreyfingin sé á þessari leið?“ Erum við ekki vinir? Jújú.vísir/arnar Kristín vék því næst talinu af þátttöku Bashar Murad, sem er samkynhneigður tónlistarmaður frá Palestínu en Vísir greindi frá því í vikunni að hann er meðal þátttakenda. Magga Stína sagðist ekki sjá að þátttaka hans breyti neinu. Þó hún skilji að aðrir telji svo vera. „Ég vissi fyrst af hans tilvist í gegnum þetta Hataramál. Það var lagt hart af þeim að sniðganga en í staðinn fóru þeir og vinkuðu palestínska fánanum. Það gerði ekki neitt, en þeir fengu mikla athygli. Hann talar um það sjálfur, á Stöð 2, hver væri besta aðferðin til að sýna samstöðu með Palestínu og það sé fyrst og fremst er það sniðganga.“ Þátttaka Bashars sannarlega ekki útpælt útspil RÚV Magga Stína sagði ýmis flækjustig í þessu. Grundvallardraumar ungs fólks séu skiljanlegir, að vilja vekja á sér athygli út frá því samfélagi sem þau alast upp í. „Í einstaklingsmiðuðu samfélagi, stemmning og allt það og sérstaklega þegar þetta fer inn í svona lokað rými og RÚV er. En í stóra samhenginu verðum við að hugsa um hvað er verið að gera. Hvað getum við lagt að mörkum til að þessi dráp hætti.“ Stefán sagðist eiga erfitt með að bregðast við spurningunni einfaldlega vegna þess að keppendur hafi ekki enn verið kynntir formlega. Það blæs um útvarpsstjóra sem aldrei fyrr vegna fyrirhugaðrar þátttöku Íslands í Eurovision.vísir/arnar „Tíu lög verða kynnt á morgun (í kvöld). Ferlið, þegar kemur að söngvakeppninni er mjög langt. Þessi vinna byrjar á vormánuðum, þetta var farið að taka á sig skýra mynd í september október, ef þetta er það sem á eftir að koma í ljós, ekki um neitt útspil að ræða af okkar hálfu.“ Stefán sagðist ekki vita nákvæmlega hverjir væru í hópi keppenda, það væri í höndum framkvæmdastjórnar keppninnar. Undirbúningur hafi byrjað á vormánuðum og honum ljúki í september/október. „Ég get lofað þér því að hér er ekkert verið að henda einhverju útspili fram úr erminni. Þetta liggur fyrir með miklu lengri fyrirvara. Og von er á góðu á laugardagskvöldið.“ Bashar setur strik í reikninginn Nýjustu fréttir eru svo þær að Ísland er komið í efsta sæti í spám veðbanka – Íslandi er spáð sigri af fólki sem er ekki að grínast með peninga sína. Eina breytan ný er þátttaka Bashar Murad þannig að óhætt er að segja hann hafa skipt sköpum hvað varðar möguleika Íslands. Magga Stína segir þetta rugl en Baldur segist vera því ósammála. „Almenningur var að kjósa gegn innrás Rússa í Úkraínu síðast. Og ef kannanir eru að sýna stuðning við þennan Palestínumann, sem hugsanlega keppir fyrir hönd Íslands, þá er ég hlynntur því. Eins og minn mentor í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, sagði svo oft: Kjósendur eru ekki fífl. Stundum er þetta á forsendum pólitíkur og kannski á Ísland raunhæfa möguleika?“ Baldur minnti á að ef Hatari hefði sniðgengið keppnina á sínum tíma þá hefði það ekki vakið neina athygli en hann hafi verið á staðnum og geti staðfest að bitist var um viðtöl við þá. Þeir hafi svo verið með listrænt atriði þar sem meðal annars var fjallað um harðstjórn og náðu eyrum. Það væru ýmsar leiðir færar til að mótmæla. Umræðan var lengri, Stefán til að mynda upplýsti að það yrði vissulega fjárhagslegt högg fyrir RÚV ef þeir myndu draga sig út núna en almennt væri það svo að þátttaka í Eurovision væri á sléttu. Magga Stína taldi einboðið að þá væri þetta ekki einu sinni vandamál. En hlusta má á þáttinn allan hér neðar.
Eurovision Pallborðið Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Heilaþvotturinn“ náð lengra í alþjóðlegu grúppunum Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni. 26. janúar 2024 10:33 Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus. 25. janúar 2024 14:37 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Heilaþvotturinn“ náð lengra í alþjóðlegu grúppunum Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni. 26. janúar 2024 10:33
Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus. 25. janúar 2024 14:37
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10