Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 17. febrúar 2024 13:36 Lagið sem Isaak flutti heitir Always on the Run. Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi. Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi.
Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira