Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Manchester City gengst við brotum

    Enska úr­vals­deildar­fé­lagið Manchester City gegnst við því að hafa ítrekað brotið reglu L.33 í reglu­verki ensku úr­vals­deildarinnar. Reglan snýr að upp­hafs­tíma leikja sem og á­fram­haldi þeirra eftir hálf­leiks­hlé. Fé­lagið mun greiða sekt sem nemur rúmum tveimur milljónum punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Staða Toney í upp­námi

    Staða enska framherjans Ivan Toney, sóknarmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur gjörbreyst eftir að maðurinn sem félagið hafði hugsað sér sem arftaka hans meiddist á hné og verður lengi frá. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skytturnar kynna Calafi­ori til leiks

    Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur staðfest komu varnarmannsins Riccardo Calafiori. Hann kemur frá Bologna og kostar 42 milljónir punda eða tæpan sjö og hálfan milljarð íslenskra króna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Phillips vill fara frá Man City

    Miðjumaðurinn Kalvin Phillips vill yfirgefa Englandsmeistara Manchester City. Hann var á láni hjá West Ham United á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann svo illa að hann missti sæti sitt í enska landsliðshópnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Meiðs­la­mar­tröð Man Utd heldur á­fram

    Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ten Hag vill bæta meira í hópinn

    Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er þess fullviss að lið hans geti unnið hvaða lið sem er þegar liðið er fullskipað. Hann segist vonast eftir því að bæta fleiri leikmönnum í hópinn á næstu viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ryan Sessegnon aftur heim í Ful­ham

    Örvfætti miðjumaðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fulham á frjálsri sölu en Sessegnon var á sínum tími seldur til Tottenham á 25 milljónir punda.

    Fótbolti