Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 10:32 Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn hlaðvarpsþættinum. @farmlifeiceland, @premierleague Í nýjasta þætti Fantasýn, Fantasy Premier League-hlaðvarpi Sýnar, var velt upp stórri spurningu þegar kemur að mismun á þátttöku kynjanna í leiknum. Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira