Enski boltinn

Sádi-arabísk fé­lög sögð vilja kaupa Mo Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ein allra stærsta fótboltasjarna Araba, Mohamed Salah, gæti skipt Liverpool út fyrir sádi-arabíska fótboltann.
Ein allra stærsta fótboltasjarna Araba, Mohamed Salah, gæti skipt Liverpool út fyrir sádi-arabíska fótboltann. Getty/Nikki Dyer

Mohamed Salah hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema eitthvað mjög róttækt gerist í málum hans og Liverpool-knattspyrnustjórans Arne Slot.

Salah er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning en margt bendir til þess að hann endist mun styttra á Anfield en sá segir til um.

Sky Sports slær því upp að Sádi-arabísk félöghafia áhuga á að fá Salah frá Liverpool eftir sprengjuviðtal framherjans á laugardaginn; aðalþjálfarinn

Arne Slot hefur sagt að hann hafi „ekki hugmynd“ um hvort hinn 33 ára gamli leikmaður hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið, eftir að hann var ekki í hópnum í sigrinum á Inter Mílanó á þriðjudaginn.

Kaveh Solhekol, aðalfréttaritari Sky Sports, útskýrði hvernig félagaskipti Mohamed Salah til Sádi-Arabíu gætu orðið að veruleika og hvað þyrfti að gerast til að það gengi eftir. Hann sagði að félögin vilji fá Mohamed Salah en þau þyrftu að fá skýra vísbendingu um að hann sé tilbúinn að spila þar áður en þau gera tilboð í framherja Liverpool.

Eins og staðan er núna hefur Liverpool ekki fengið neina fyrirspurn um leikmanninn. Félög eins og Al Ittihad og Al Hilal hafa reynt að fá Salah undanfarin tvö ár en leikmaðurinn hefur aldrei sýnt staðfastan vilja til að yfirgefa hæsta stig félagsliðabolta í Evrópu og fara í SPL.

Félög í SPL hafa breytt um stefnu og eru nú að miða á yngri leikmenn frekar en stjörnur sem nálgast lok ferilsins, en undantekning yrði alltaf gerð fyrir Salah.

Al Ittihad gerði 150 milljóna punda munnlegt tilboð í Salah í september 2023 en tilboðið var gert mjög seint í félagaskiptaglugganum þegar litlar líkur voru á samningum.

Það voru raunverulegar líkur á að Salah færi í SPL áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í apríl en einnig voru viðræður um frjáls félagaskipti við keppinauta í ensku úrvalsdeildinni og Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×