Milner aðeins sá fjórði í sögunni sem nær þessum áfanga James Milner náði sögulegum áfanga í 3-1 sigri Liverpool á Southampton. Þessi 36 ára gamli fjölhæfi leikmaður varð þar með fjórði leikmaður sögunnar til að spila 600 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 13. nóvember 2022 12:31
Arteta: Bjóst enginn við þessu Sigur Arsenal á Úlfunum á laugardag var tólfti sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið fer með örugga fimm stiga forystu inn í hléið sem nú hefst vegna HM í Katar. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði engan hafa búist við því að liðið myndi byrja tímabilið jafnvel og raun ber vitni. Enski boltinn 13. nóvember 2022 11:31
Moldríkur Indverji vill kaupa Liverpool Mukesh Ambani, áttundi ríkasti maður heims að mati Forbes, hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Enski boltinn 13. nóvember 2022 10:45
Bielsa í viðræðum við Bournemouth um að taka við liðinu Argentínski knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa gæti tekið við enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth, en hann verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Leeds í febrúar á þessu ári. Fótbolti 13. nóvember 2022 08:02
Norðmaðurinn sá um Úlfana Norðmaðurinn Martin Ødegaard skoraði bæði Arsenal er liðið vann öruggan 0-2 útisigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að Arsenal verður með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar HM-pásan langa tekur við. Fótbolti 12. nóvember 2022 21:51
Þrumufleygur Willocks skaut Newcastle upp í þriðja sæti fyrir HM-pásuna Joe Willock skoraði eina mark leiksins er Newcastle vann sterkan 1-0 sigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 12. nóvember 2022 19:29
Tottenham kom til baka gegn Leeds | Bournemouth pakkaði Everton saman Nú er sex af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni lokið. Tottenham Hotspur kom til baka og vann Leeds United í miklum markaleik. Þá vann Bournemouth gríðarlega sannfærandi sigur á Everton. Enski boltinn 12. nóvember 2022 17:01
Liverpool vann síðasta leikinn fyrir HM pásuna Liverpool lagði Southampton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um er að ræða síðasta leik liðanna áður en deildin tekur sér pásu þangað til rétt fyrir jól vegna HM í Katar. Enski boltinn 12. nóvember 2022 16:56
Maðurinn sem Southgate skildi eftir sökkti Man City Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri. Enski boltinn 12. nóvember 2022 14:35
Segir Keane hræsnara vegna ummæla um Ronaldo Wayne Rooney hefur gagnrýnt fyrrum samherja sinn hjá Manchester United vegna ummæla hans um Cristiano Ronaldo á þessari leiktíð. Enski boltinn 12. nóvember 2022 12:45
Maguire má yfirgefa Man United Samkvæmt áreiðanlegum heimildum breska fjölmiðilsins The Guardian mun Manchester United reyna að selja Harry Maguire næsta sumarið. Félagið keypti hann dýrum dómum sumarið 2019 en hann er ekki í plönum Erik ten Hag sem stendur. Enski boltinn 12. nóvember 2022 09:01
Enginn Klopp á hliðarlínunni gegn Southampton Fyrsta verkefni Nathan Jones sem þjálfara Southampton verður talsvert auðveldara þar sem það verður enginn Jürgen Klopp geltandi á hann þegar Liverpool tekur á móti Dýrlingunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 11. nóvember 2022 19:15
Flaug frá Bandaríkjunum til Manchester til að sjá Ronaldo spila en fór í fýluferð YouTube-stjarnan Speed flaug alla leið frá Bandaríkjunum til Manchester til að sjá Cristiano Ronaldo spila með Manchester United gegn Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. En hann fór í fýluferð. Enski boltinn 11. nóvember 2022 08:01
„Fótboltinn drap pabba“ Sonur enska fótboltamannsins Nobbys Stiles er ekki í nokkrum vafa um að fótboltinn hafi drepið föður hans. Enski boltinn 11. nóvember 2022 07:31
City tekur á móti Liverpool og Jóhann Berg fer á Old Trafford Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa. Að leik loknum var svo dregið í 16-liða úrslitin og þar er sannkallaður stórleikur þegar Manchester City tekur á móti Liverpool. Fótbolti 10. nóvember 2022 22:46
United seinasta liðið í 16-liða úrslit Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins er liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa í úrvalsdeildarslag. Fótbolti 10. nóvember 2022 21:59
Segir að valið á Gabriel Martinelli í HM-hópinn sé vanvirðing við fótbolta Fyrrverandi landsliðsmaður Brasilíu í fótbolta segir að landsliðsþjálfarinn Tite hafi sýnt fótboltanum vanvirðingu með því að velja Gabriel Martinelli í HM-hóp Brassa. Fótbolti 10. nóvember 2022 14:30
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Fótbolti 10. nóvember 2022 14:05
Klopp: Ég verð áfram þótt að það komi nýir eigendur Það eru umrótatímar hjá Liverpool eftir að það fréttir að enska úrvalsdeildarfélagið væri til sölu en Fenway Sports Group er að kanna möguleika á því að selja félagið fyrir hámarksupphæð. Enski boltinn 10. nóvember 2022 13:30
Klopp hrósaði „algjörlega stórkostlegum“ Kelleher eftir að hann vann enn eina vítakeppnina Caoimhin Kelleher var enn og aftur hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni þegar liðið sló C-deildarlið Derby County úr leik í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Enski boltinn 10. nóvember 2022 09:00
Jones kominn í Dýrlingatölu Nathan Jones er nýr knattspyrnustjóri Southampton. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Dýrlingana. Enski boltinn 10. nóvember 2022 08:35
Brighton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 9. nóvember 2022 22:21
Heldur áfram að dissa Salah: „Ég get gert það sem hann gerir“ Vincent Aboubakar, fyrirliði kamerúnska landsliðsins, hefur ekki mikið álit á Mohamed Salah og fer ekkert leynt með það. Honum finnst Egyptinn ekki vera neitt spes leikmaður. Fótbolti 9. nóvember 2022 09:30
City hætti að borga meinta nauðgaranum laun fyrir rúmu ári Englandsmeistarar Manchester City hafa ekki borgað meinta nauðgaranum Benjamin Mendy laun í rúmt ár. Enski boltinn 9. nóvember 2022 08:00
Conor myndi elska að kaupa Liverpool Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að hann myndi elska að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Enski boltinn 9. nóvember 2022 07:31
Bournemouth henti Everton úr leik | Jóhann Berg og félagar fóru áfram Þriðja umferð enska deildarbikarsins hófst í kvöld með sjö leikjum. Jóhann Berg og félagar hans í Burnley fóru áfram eftir 3-1 sigur gegn D-deildarliði Crawley og Bournemouth vann 4-1 sigur gegn Everton í eina úrvalsdeildarslag kvöldsins. Fótbolti 8. nóvember 2022 22:10
Markahæsti Brassinn skilinn eftir heima Brasilíumenn völdu í gær HM-hópinn sinn og það var hægt að sjá hvert dramatíska myndbandið á fætur öðru þar sem leikmönnum fögnuðu því að vera valdir í hópinn. Enski boltinn 8. nóvember 2022 14:00
Segja að eigendur Liverpool ætli að kaupa Jude Bellingham sem kveðjugjöf Fenway Sports Group fjárfestingafélagið á enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool en það gæti breyst á næstunni því í gær kom fram að Liverpool væri til sölu. Enski boltinn 8. nóvember 2022 12:31
Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úrvalsdeildinni Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina. Enski boltinn 7. nóvember 2022 19:36
Kane leiðbeinir Raducanu Harry Kane skorar ekki bara mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið heldur reynir hann einnig að láta gott af sér leiða og miðla af reynslu sinni. Enski boltinn 7. nóvember 2022 16:30