Enski boltinn

Sjáðu öll tvö­ hundruð mörk Salah fyrir Liver­pool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar einu af tvö hundruð mörkum sínum fyrir Liverpool.
Mohamed Salah fagnar einu af tvö hundruð mörkum sínum fyrir Liverpool. Getty/Visionhaus

Mohammed Salah varð um helgina aðeins fimmti leikmaður sögunnar til að skora tvö hundruð mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum.

Salah skoraði fyrra markið í 2-1 endurkomusigri á móti Crystal Palace. Það var líka 150. mark hans í ensku úrvalsdeildinni.

Salah hafði síðustu mánuðina farið fram úr þeim Robbie Fowler og Steven Gerrard. Nú eru aðeins fjórar Liverpool goðsagnir á undan honum eða þeir Billy Liddell, Gordon Hodson, Rogert Hunt og Ian Rush.

Salah þarf að skora 28 mörk til að komast upp að hlið Liddell í fjórða sætið en það eru enn 146 mörk í það að hann nái Rush í toppsætinu.

Liverpool keypti Salah frá ítalska félaginu Roma sumarið 2017. Þetta er hans sjöunda tímabil á Anfield og hafa mörkin tvö hundruð komið í 327 leikjum. Hann hefur skorað 23 mörk að meira á fyrstu sex tímabilum sínum þar af meira en þrjátíu mörk á fjórum af sex tímabilum.

Salah átti einnig stoðsendinguna í sigurmarkinu og er nú kominn með 11 mörk og sjö stoðsendingar í sextán deildarleikjum í vetur.

Liverpool hélt upp á tímamót Salah með því að setja saman myndband með öllum tvö hundruð mörkum hans fyrir félagið. Þau má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×