Jói Kalli: Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Bruno Fernandes svekkelsið uppmálað eftir tap Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Getty/Michael Steele Manchester United er úr leik í Evrópu og það fyrir jól. United datt út úr Meistaradeildinni í gær og komst heldur ekki í Evrópudeildina. United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira