Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump mildar fangelsisdóm spillts ríkisstjóra

Fyrrverandi ríkisstjóri Illinois sem reyndi að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama til persónulegs ábata verður líklega látinn laus úr fangelsi þegar í dag eftir að Trump forseti mildaði fjórtán ára fangelsisdóm yfir honum.

Erlent
Fréttamynd

Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku

Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta.

Erlent
Fréttamynd

Tóku höndum saman gegn Trump á þingi

Bandaríska öldungardeildin hefur samþykkt ályktun þess efnis að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði að sækja heimild til þingsins áður en farið er í hernaðaraðgerðir gegn Íran.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump

John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum.

Erlent
Fréttamynd

Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur

Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn.

Erlent
Fréttamynd

Sondland einnig vikið úr starfi

Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta.

Erlent