Hver er J.D. Vance? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. júlí 2024 11:15 Öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance hefur verið valinn varaforsetaefni Donald Trumps í komandi kosningum, en hver er J.D. Vance? Getty/Joe Raedle Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Sjá meira
J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent