Hringurinn þrengist í leitinni að varaforsetaefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 12:12 Rubio, Vance og Burgum eru sagðir standa eftir í leitinni að varaforsetaefni Trump. Getty Donald Trump hefur enn ekki greint frá því hvern hann hyggst útnefna sem varaforseta efni sitt en hann er sagður hafa farið fram og til baka, líkt og árið 2016. Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira