Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir ummæli um Trump Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 15:10 Kyle Gass og Jack Black sýna listir sínar á tónleikum í Þýskalandi árið 2019. Óvíst er hvenær þeir koma aftur saman fram á sviði. EPA/TIMM SCHAMBERGER Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“ Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“
Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira