Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Sigurður áfram í farbanni

Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Mölvaði hurð í Reykjanesbæ

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir húsbrot og eignaspjöll í Reykjanesbæ. Maðurinn er búsettur erlendis og ekki íslenskur.

Innlent
Fréttamynd

Braut ítrekað gegn barnabarni sínu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn barnabarni hans. Brotin voru framin er drengurinn var níu til tólf ára á árunum 2010 til 2013.

Innlent
Fréttamynd

Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman

Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir ríkinu vegna Vafningsmálsins

Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis krefst skaða- og miskabóta frá ríkinu vegna málsmeðferðar hjá sérstökum saksóknara. Lögmaður hans segir málið meðal annars snúast um hve langt sé hægt að ganga gegn einstaklingum

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir handrukkun

Héraðs­dómur Norður­lands eystra dæmdi í vikunni þrí­tugan Akureyring í á­tján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í hand­rukkun sem fór fram í apríl árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis

Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum.

Innlent