Tafir á rannsókn barnaklámsmáls „óafsakanlegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2019 07:30 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann. Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann.
Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49