Tafir á rannsókn barnaklámsmáls „óafsakanlegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2019 07:30 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann. Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann.
Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49