Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi undir áhrifum lyfjakokteils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2019 07:30 Suðurlandsvegur var lokaður við Hádegismóa vegna slyssins. Vísir/Sigurjón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13