Keypti áfengi fyrir unglingsstúlkur og braut svo á þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 21:13 Maðurinn þvertók fyrir að hafa brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira