Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:32 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira