Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Guðmundur Spartakus mættur í Landsrétt

Guðmundur Spartakus Ómarsson er mættur í Landsrétt til þess að gefa þar skýrslu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, vegna umfjöllunar eftir hann sem birtist í Stundinni í desember 2016.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjan fékk lægri bætur en hún vildi

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Hitaveitufélag Hvalfjarðar voru í vikunni dæmd til að greiða Kirkjumálasjóði tæpar 2,4 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem af hlaust vegna leka frá hitaveitulögn í prestsbústaðnum að Saurbæ í Hvalfjarðarsveit.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi

Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Játaði á þriðja tug afbrota 

Karlmaður á fertugsaldri, Ingólfur Ágúst Hjörleifsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir á þriðja tug brota. Ingólfur játaði öll brot sín greiðlega.

Innlent
Fréttamynd

Hreiðari og Magnúsi ekki gerð refsing

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í Landsrétti í gær fundnir sekir um fjárdrátt og hlutdeild í fjárdrætti í Marple-málinu svokallaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu

Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar.

Viðskipti innlent