Orðlaus eftir að kjarasamningur var dæmdur í gildi þótt fleiri hafi sagt nei en já Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 13:00 Skrifað var undir samninginn í apríl en félagsmenn töldu sig hafa fellt hann skömu síðar. Annað kom á daginn. Unsplash/Scott Graham. Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023. Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023.
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent