Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 15:10 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun. Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira