Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 15:10 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun. Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira