Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 15:10 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun. Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent