Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í Al-thani máli í næstu viku Dómur verður kveðinn upp í Mannréttindadómstól Evrópu næsta þriðjudag í máli Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar gegn Íslandi. Innlent 30. maí 2019 07:45
Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Innlent 29. maí 2019 08:45
Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Bubbi Morthens hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga vegna auðkennisþjófnaðar en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Innlent 28. maí 2019 19:00
Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. Innlent 27. maí 2019 13:35
Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. Innlent 27. maí 2019 12:30
Beraði sig ítrekað fyrir stjúpdætrum sínum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í fimm mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að bera sig fyrir framan stjúpdætur sínar og fróa sér svo þær sáu til. Innlent 27. maí 2019 10:53
Grunaður um brot gegn þrettán ára stúlkubarni 21 árs karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa sumarið 2016 látið þrettán ára stúlku hafa við sig munnmök og haft samræði við stúlkuna. Innlent 27. maí 2019 10:45
Sáttaumleitanir að fara út um þúfur Litlar líkur eru taldar á að sáttir náist utan dómstóla milli ríkisins og þeirra er sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Þrátt fyrir hækkuð tilboð stjórnvalda hefur einn hafnað því sem boðið er. Innlent 27. maí 2019 07:00
„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rakið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. Innlent 24. maí 2019 18:59
Ómar lagði Gæsluna í annað sinn í baráttu um vangoldna leigu Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Innlent 24. maí 2019 15:41
Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Innlent 24. maí 2019 14:36
Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“ Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Innlent 23. maí 2019 20:08
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Innlent 23. maí 2019 19:30
Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. Innlent 23. maí 2019 16:15
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. Innlent 23. maí 2019 13:15
Sendi nektarmyndir af barnsmóður sinni á yfir 200 netföng Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Innlent 23. maí 2019 06:00
Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Innlent 22. maí 2019 23:55
Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Innlent 22. maí 2019 19:30
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Innlent 22. maí 2019 14:44
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. Viðskipti innlent 22. maí 2019 13:25
Segir dóminn brjóta gegn réttindum Hæstiréttur hafnaði endurupptöku á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í gær. Innlent 22. maí 2019 07:00
Hæstiréttur samþykkir beiðni Atla Más um að taka málið fyrir Sagt hafa fordæmisgildi þegar kemur að möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn heimildarmanna. Innlent 21. maí 2019 16:23
Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Innlent 21. maí 2019 10:45
Áfrýjar sex ára dómi í barnaníðsmáli Karlmaður sem héraðsdómur dæmdi í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Innlent 20. maí 2019 17:21
Þrír menn ákærðir fyrir að nauðga stúlku Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir nauðgun og verður málið gegn þeim þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi mánudag. Innlent 20. maí 2019 14:51
Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 20. maí 2019 11:42
Sýknudómi yfir lögreglumanni vegna heimilisofbeldis snúið við Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumann af ákæru um árás á eiginkonu sína og dóttur. Hann var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag. Innlent 17. maí 2019 17:30
Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Innlent 15. maí 2019 15:11
Leynd ríkir yfir sáttagreiðslu þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan neitar að upplýsa um fjárhæð dómsáttar sem náðist við Pál Ágúst Ólafsson, fyrrverandi sóknarprest á Staðastað. Innlent 15. maí 2019 07:15
Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. Innlent 15. maí 2019 06:45