Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2020 15:02 Frá vettvangi brunans þann 25. júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á þremur stöðum í húsinu. Þetta kemur fram í ákæru á hendur honum sem fréttastofa fékk afhenta í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps en þrennt lést í brunanum. Í ákærunni segir að Marek hafi kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hafi hann valdið þannig eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Marek er ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og slasað fleiri.Vísir/Vilhelm Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum. Öll þrjú voru Pólverjar. Hin 21 árs gamla Isabela Kukla og hinn 24 ára Marian Lakomy, sem höfðu verið í herbergjum sínum á þriðju hæð, létust af völdum koloxíðeitrunar vegna innöndunar á reyk. Justyna Swidzinska, 26 ára gömul, lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Ákærði Marek gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Alvarlega slasaður eftir hátt fall Tíu íbúar hússins til viðbótar sem voru heima voru í lífsháska vegna eldsins að því er segir í ákærunni. Þeim tókst að komast út úr húsinu eða var bjargað þaðan af lögreglu og slökkviliði. Þau slösuðust á ýmsan hátt. Einn fór út um glugga á þriðju hæð og féll niður. Hlaut hann reykeitrun, nokkra skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. Marek mætir í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Annar íbúi hlaut annars og þriðja stigs bruna á samtals 17% hluta líkamans. Brunasár teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök og ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt hans bak. Í framhaldi af brunanum hélt ákærði Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Tugir milljóna í bótakröfur Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fara fram á um 70 milljónir króna í bætur. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, hafnaði bótakröfunni í dómsal í dag. Stefán Karl óskaði eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. Lögmaður fólksins tjáði fréttastofu á dögunum að til skoðunar væri hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Marek væri grunaður um að hafa kveikt eld á fjórum stöðum í húsinu. Rétt er að það var á þremur stöðum í húsinu. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Sjá meira
Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á þremur stöðum í húsinu. Þetta kemur fram í ákæru á hendur honum sem fréttastofa fékk afhenta í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps en þrennt lést í brunanum. Í ákærunni segir að Marek hafi kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hafi hann valdið þannig eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Marek er ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og slasað fleiri.Vísir/Vilhelm Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum. Öll þrjú voru Pólverjar. Hin 21 árs gamla Isabela Kukla og hinn 24 ára Marian Lakomy, sem höfðu verið í herbergjum sínum á þriðju hæð, létust af völdum koloxíðeitrunar vegna innöndunar á reyk. Justyna Swidzinska, 26 ára gömul, lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Ákærði Marek gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Alvarlega slasaður eftir hátt fall Tíu íbúar hússins til viðbótar sem voru heima voru í lífsháska vegna eldsins að því er segir í ákærunni. Þeim tókst að komast út úr húsinu eða var bjargað þaðan af lögreglu og slökkviliði. Þau slösuðust á ýmsan hátt. Einn fór út um glugga á þriðju hæð og féll niður. Hlaut hann reykeitrun, nokkra skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. Marek mætir í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Annar íbúi hlaut annars og þriðja stigs bruna á samtals 17% hluta líkamans. Brunasár teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök og ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt hans bak. Í framhaldi af brunanum hélt ákærði Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Tugir milljóna í bótakröfur Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fara fram á um 70 milljónir króna í bætur. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, hafnaði bótakröfunni í dómsal í dag. Stefán Karl óskaði eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. Lögmaður fólksins tjáði fréttastofu á dögunum að til skoðunar væri hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Marek væri grunaður um að hafa kveikt eld á fjórum stöðum í húsinu. Rétt er að það var á þremur stöðum í húsinu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30
Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51