„Hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 12:45 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður hjá Rétti var verjandi dagmóðurinnar í Landsrétti. Hann segir málið sorglegt. Dagmóðirin sem sýknuð var í Landsrétti í gær af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás gegn tuttugu mánaða gömlu barni sem hún hafði í umsjá á ekki rétt á skaðabótum vegna málsins. Málareksturinn hefur tekið fjögur ár. Verjandi hennar segir málið átakanlegt í alla staði og vonar að hægt verði að draga af því lærdóm. Réttargæslumaður foreldra barnsins tekur undir það að málið hafi verið átakanlegt en segir foreldrana fegna málalokum. Konan var í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að barninu. Konan var ein til frásagnar um það sem gerðist á heimilinu þennan dag og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi það hafið yfir allan vafa að hún hefði gerst sek um brotið. Því var Landsréttur ósammála og mat það sem svo að ekki væri hægt að útiloka að barnið hafi fallið úr stólnum. Fyrir fram ákveðin niðurstaða „Rannsókn málsins var verulega ábótavant. Það virðist í upphafi hafa verið ákveðið að barnið hafi verið beitt ofbeldi og rannsókn málsins þess vegna miðað að því að styðja þá tilgátu í stað þess að rannsaka aðra möguleika,” segir Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi konunnar í Landsrétti. „Það tók til dæmis matsmanninn í héraðsdómi sjö klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek, en hún hefur nú þurft að bíða í fjögur ár eftir að upplifa einhvers konar réttlæti. Á milli dómstiga óskaði ég eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að upplýsa málið betur og niðurstöðurnar voru þær að niðurstöður hinna sérfræðinga héldu ekki, sem leiddi þá til sýknu í Landsrétti,” bætir hann við. Niðurstöðurnar voru þær að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Þá væri ekki hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Erfitt fyrir alla hlutaðeigandi „Það hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér. Auðvitað fyrir skjólstæðing minn sem hefur þurft að sitja undir því núna í fjögur ár, þessum alvarlegu ásökunum um stórfellda líkamsárás gegn barni sem var í hennar umsjón. Og svo hugsa ég auðvitað líka til foreldra barnsins og get mér til um að þau hafi þá allan þennan tíma staðið í þeirri trú að barnið hafi verið beitt ofbeldi enda eðlilegt að foreldrar treysti lögreglu og sérfræðingum. Ég vona auðvitað að það verði hægt að læra eitthvað af þessu,” segir Sigurður. Aðspurður hvort konan muni krefjast skaðabóta segir hann að hún eigi engan bótarétt. „Hún var aldrei handtekin og aldrei sett í gæsluvarðhald, eða aðrar þvinungarráðstafanir, þannig að lögum samkvæmt á hún engan bótarétt nema henni takist að sýna fram á að einhver af þessum sérfræðingum hafi unnið í rauninni gegn betri vitund eða sýnt af sér einhvers konar saknæma háttsemi – sem ég hefast um að sé raunin, frekar eitthvað áhuga- eða getuleysi.” Málið sé fyrst og fremst sorglegt. „Þetta er mjög hryggilegt í alla staði. Skjólstæðingur minn hafði unnið með börnum í áratugi án þess að nokkuð hefði komið upp á og einn daginn lenti hún í þessu að vera sökuð um þetta brot sem er eins og ég segi, svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta hefur haft verulega röskun á hennar lífi. Hún hefur þurft að skipta um vinnu og þetta hefur í raun sett líf hennar á hvolf og þetta er ömurlegt fyrir alla hlutaðeigandi, sem hefði mátt komast hjá ef menn hefðu vandað sig frá byrjun,” segir Sigurður Örn. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, réttargæslumaður foreldranna, segir málið erfitt og átakanlegt en er fegin því að því sé lokið. Dómsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Dagmóðirin sem sýknuð var í Landsrétti í gær af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás gegn tuttugu mánaða gömlu barni sem hún hafði í umsjá á ekki rétt á skaðabótum vegna málsins. Málareksturinn hefur tekið fjögur ár. Verjandi hennar segir málið átakanlegt í alla staði og vonar að hægt verði að draga af því lærdóm. Réttargæslumaður foreldra barnsins tekur undir það að málið hafi verið átakanlegt en segir foreldrana fegna málalokum. Konan var í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að barninu. Konan var ein til frásagnar um það sem gerðist á heimilinu þennan dag og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi það hafið yfir allan vafa að hún hefði gerst sek um brotið. Því var Landsréttur ósammála og mat það sem svo að ekki væri hægt að útiloka að barnið hafi fallið úr stólnum. Fyrir fram ákveðin niðurstaða „Rannsókn málsins var verulega ábótavant. Það virðist í upphafi hafa verið ákveðið að barnið hafi verið beitt ofbeldi og rannsókn málsins þess vegna miðað að því að styðja þá tilgátu í stað þess að rannsaka aðra möguleika,” segir Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi konunnar í Landsrétti. „Það tók til dæmis matsmanninn í héraðsdómi sjö klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek, en hún hefur nú þurft að bíða í fjögur ár eftir að upplifa einhvers konar réttlæti. Á milli dómstiga óskaði ég eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að upplýsa málið betur og niðurstöðurnar voru þær að niðurstöður hinna sérfræðinga héldu ekki, sem leiddi þá til sýknu í Landsrétti,” bætir hann við. Niðurstöðurnar voru þær að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Þá væri ekki hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Erfitt fyrir alla hlutaðeigandi „Það hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér. Auðvitað fyrir skjólstæðing minn sem hefur þurft að sitja undir því núna í fjögur ár, þessum alvarlegu ásökunum um stórfellda líkamsárás gegn barni sem var í hennar umsjón. Og svo hugsa ég auðvitað líka til foreldra barnsins og get mér til um að þau hafi þá allan þennan tíma staðið í þeirri trú að barnið hafi verið beitt ofbeldi enda eðlilegt að foreldrar treysti lögreglu og sérfræðingum. Ég vona auðvitað að það verði hægt að læra eitthvað af þessu,” segir Sigurður. Aðspurður hvort konan muni krefjast skaðabóta segir hann að hún eigi engan bótarétt. „Hún var aldrei handtekin og aldrei sett í gæsluvarðhald, eða aðrar þvinungarráðstafanir, þannig að lögum samkvæmt á hún engan bótarétt nema henni takist að sýna fram á að einhver af þessum sérfræðingum hafi unnið í rauninni gegn betri vitund eða sýnt af sér einhvers konar saknæma háttsemi – sem ég hefast um að sé raunin, frekar eitthvað áhuga- eða getuleysi.” Málið sé fyrst og fremst sorglegt. „Þetta er mjög hryggilegt í alla staði. Skjólstæðingur minn hafði unnið með börnum í áratugi án þess að nokkuð hefði komið upp á og einn daginn lenti hún í þessu að vera sökuð um þetta brot sem er eins og ég segi, svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta hefur haft verulega röskun á hennar lífi. Hún hefur þurft að skipta um vinnu og þetta hefur í raun sett líf hennar á hvolf og þetta er ömurlegt fyrir alla hlutaðeigandi, sem hefði mátt komast hjá ef menn hefðu vandað sig frá byrjun,” segir Sigurður Örn. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, réttargæslumaður foreldranna, segir málið erfitt og átakanlegt en er fegin því að því sé lokið.
Dómsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira