Háskalegur akstur og hættuleg árás á samvisku grunaðs morðingja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 08:01 Kort af ofsaakstri ákærða. Fyrst fylgir hann rauðu línunni frá Hringbraut í vestri að Keldnaholti. Þá tekur við bláa línan aftur í vesturátt þar til hann snýr við í kringum Kringluna og fylgir svo grænu línunni út úr bænum. Grafík/Hjalti Beðið er eftir sakhæfismati í máli þrítugs karlmanns sem ákærður er fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í íbúð í Hafnarfirði í apríl. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á sambýlismann móður sinnar á sama tíma. Karlmaðurinn hefur áður komist í kast við lögin en hann sætir einnig ákæru fyrir stórfelld umferðarlagabrot þar sem hann keyrði meðal annars á tæplega 200 kílómetra hraða um höfuðborgina. Lögreglu barst tilkynning á öðrum tímanum aðfaranótt 6. apríl og hélt á vettvang. Þá var konan, sem hefði orðið sextug í september, látin. Sonur konunnar og sambýlismaður hennar voru báðir handteknir á vettvangi. Sambýlismaðurinn var fljótlega látinn laus en sonurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í ákæru á hendur karlmanninum fyrir manndráp segir að hann hafi stungið móður sína tvisvar sinnum með hnífi í brjóstið. Gekk hnífurinn inn í brjóstslagæðina, efra blað hægra lungans og í efri holæð, með þeim afleiðingum að konan lést vegna blóðmissis. Bótakröfur frá sambýlismannium og systrum Í ákærunni fyrir árásina á sambýlismann konunnar kemur fram að hann hafi veist með ofbeldi að honum, skorið með hnífi í andlitið og stungið í vinstri handlegg með þeim afleiðingum að sambýlismaðurinn hlaut þriggja sentímetra langan skurð á höku og tvo skurði á vinstri upphandlegg, fimm og sex sentímetra djúpa. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Krafist er fjögurra milljóna króna í miskabætur af hálfu tveggja dætra konunnar og sömuleiðis rúmlega 800 þúsund króna vegna útlagðs útfararkostnaðar. Þá fer sambýlismaður konunnar fram á eina milljón króna í miskabætur. Karlmaðurinn hefur ekki enn tekið afstöðu til ákærunnar en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara, segir í samtali við fréttastofu að enn sé beðið eftir sakhæfismati. Lögregla á vettvangi fimm klukkustundum fyrr Svo virðist sem koma hefði mátt í veg fyrir að svo fór sem fór. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð til vegna ástands mannsins um kvöldmatarleytið, fimm tímum áður en konan lést. Samkvæmt heimildum fréttastofu glímir karlmaðurinn við geð- og fíknivandamál. Hann hafði búið hjá móður sinni og sambýlismanni hennar um tíma. Heimildir fréttastofu herma að móðirin hafi glímt við veikindi og fyrr um kvöldið höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og sambýlismann hennar með þeim afleiðingum að sambýlismaðurinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Baldur Hrafnkell Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu tjáði fréttastofu í apríl að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hefðu þegar sætt skoðun embættisins og ekkert komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu væru til á búkmyndavélum og hefðu verið yfirfarin. Mat embættisins væri að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Málavextir hefðu verið kynntir héraðssaksóknara. Háskalegur akstur um höfuðborgina Telja má ótrúlega mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar karlmaðurinn ók Skoda Octavia bifreið, á gríðarlegum hraða og undir áhrifum áfengis og fíkniefna um höfuðborgina með lögregluna á eftir sér tveimur árum fyrr. Atburðurinn átti sér stað aðfaranótt miðvikudagsins 6. júní 2018 og er hann ákærður fyrir margföld umferðarlagabrot umrædda nótt. Ók hann um tíma gegn umferð, fór yfir á rauðu ljósi oftar en einu sinni og tók U-beygjur þar sem slíkt er ekki heimilt. Litlu mátti muna nokkrum sinnum að árekstur yrði við aðra bíla. Hæst mældist hraði hans 197 kílómetrar. Maðurinn ók um höfuðborgina endilanga með lögreglu á eftir sér.Vísir/Vilhelm Eftirförina má sjá á kortinu hér að neðan. Hún hófst á gömlu Hringbraut, barst alla leið að hringtorginu við Lambhaga þar sem Vesturlands- og Suðurlandsvegur mætast, svo aftur Miklubraut í vestur að Kringlunni og svo enn á ný í austurátt alla leið á Þingvallaveg. Á Kjósárskarðsvegi ók hann utan vegar og framhjá lögreglubifreið sem lagt hafði verið þvert á veginn. Þar náði hann ekki beygju í veginum, ók aftur utan vegar og enn á ný inn á veginn þar til lögreglubifreið ók að bílnum svo árekstur varð. Rann bíll mannsins af veginum og lauk akstrinum. Kort af ofsaakstri ákærða. Fyrst fylgir hann rauðu línunni frá Hringbraut í vestri að Keldnaholti í austri. Þá tekur við bláa línan aftur í vesturátt þar til hann snýr við í kringum Kringluna og fylgir svo grænu línunni út úr bænum. Fór hann nokkrum sinnum yfir á rauðu ljósi, ók gegn akstursstefnu og var nálægt því að klessa á aðra bíla.Grafík/Hjalti Amfetamín fannst við leit í hanskahólfi hans. Í blóði mældist vínandamagn 0,8 prómill og sömuleiðis amfetamín og kókaín. Lýsing á akstri ákærða umrædda nótt. Flúði lögreglu á ný Í september ári síðar var karlmaðurinn kominn á aðra Skoda Octavia bifreið. Ók hann austur Bústaðaveg við Hringbraut og stöðvaði bíl sinn við verslunina Kvikk við Bústaðaveg. Lögregla bað hann um að sýna ökuskírteini sem hann gerði ekki. Ók hann af stað og stöðvaði ekki fyrr en á bílastæðinu við Sprengisand. Vínandamagn í blóði mældist 1,85 prómill sem svarar til um tíu lítilla bjóra sé miðað við töflu á heimasíðu FÍB. Sömuleiðis mældist kókaín í blóði hans. Í desember sama ár var hann stöðvaður ölvaður undir stýri í Breiðholti. Mældist vínandamagn í blóði 1,47 prómill en auk þess var amfetamín í blóði hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sambýlismaður hinnar látnu titlaður stjúpfaðir hins grunaða. Réttara er að tala um sambýlismann. Dómsmál Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Hafnarfjörður Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Beðið er eftir sakhæfismati í máli þrítugs karlmanns sem ákærður er fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í íbúð í Hafnarfirði í apríl. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á sambýlismann móður sinnar á sama tíma. Karlmaðurinn hefur áður komist í kast við lögin en hann sætir einnig ákæru fyrir stórfelld umferðarlagabrot þar sem hann keyrði meðal annars á tæplega 200 kílómetra hraða um höfuðborgina. Lögreglu barst tilkynning á öðrum tímanum aðfaranótt 6. apríl og hélt á vettvang. Þá var konan, sem hefði orðið sextug í september, látin. Sonur konunnar og sambýlismaður hennar voru báðir handteknir á vettvangi. Sambýlismaðurinn var fljótlega látinn laus en sonurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í ákæru á hendur karlmanninum fyrir manndráp segir að hann hafi stungið móður sína tvisvar sinnum með hnífi í brjóstið. Gekk hnífurinn inn í brjóstslagæðina, efra blað hægra lungans og í efri holæð, með þeim afleiðingum að konan lést vegna blóðmissis. Bótakröfur frá sambýlismannium og systrum Í ákærunni fyrir árásina á sambýlismann konunnar kemur fram að hann hafi veist með ofbeldi að honum, skorið með hnífi í andlitið og stungið í vinstri handlegg með þeim afleiðingum að sambýlismaðurinn hlaut þriggja sentímetra langan skurð á höku og tvo skurði á vinstri upphandlegg, fimm og sex sentímetra djúpa. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Krafist er fjögurra milljóna króna í miskabætur af hálfu tveggja dætra konunnar og sömuleiðis rúmlega 800 þúsund króna vegna útlagðs útfararkostnaðar. Þá fer sambýlismaður konunnar fram á eina milljón króna í miskabætur. Karlmaðurinn hefur ekki enn tekið afstöðu til ákærunnar en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara, segir í samtali við fréttastofu að enn sé beðið eftir sakhæfismati. Lögregla á vettvangi fimm klukkustundum fyrr Svo virðist sem koma hefði mátt í veg fyrir að svo fór sem fór. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð til vegna ástands mannsins um kvöldmatarleytið, fimm tímum áður en konan lést. Samkvæmt heimildum fréttastofu glímir karlmaðurinn við geð- og fíknivandamál. Hann hafði búið hjá móður sinni og sambýlismanni hennar um tíma. Heimildir fréttastofu herma að móðirin hafi glímt við veikindi og fyrr um kvöldið höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og sambýlismann hennar með þeim afleiðingum að sambýlismaðurinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Baldur Hrafnkell Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu tjáði fréttastofu í apríl að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hefðu þegar sætt skoðun embættisins og ekkert komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu væru til á búkmyndavélum og hefðu verið yfirfarin. Mat embættisins væri að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Málavextir hefðu verið kynntir héraðssaksóknara. Háskalegur akstur um höfuðborgina Telja má ótrúlega mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar karlmaðurinn ók Skoda Octavia bifreið, á gríðarlegum hraða og undir áhrifum áfengis og fíkniefna um höfuðborgina með lögregluna á eftir sér tveimur árum fyrr. Atburðurinn átti sér stað aðfaranótt miðvikudagsins 6. júní 2018 og er hann ákærður fyrir margföld umferðarlagabrot umrædda nótt. Ók hann um tíma gegn umferð, fór yfir á rauðu ljósi oftar en einu sinni og tók U-beygjur þar sem slíkt er ekki heimilt. Litlu mátti muna nokkrum sinnum að árekstur yrði við aðra bíla. Hæst mældist hraði hans 197 kílómetrar. Maðurinn ók um höfuðborgina endilanga með lögreglu á eftir sér.Vísir/Vilhelm Eftirförina má sjá á kortinu hér að neðan. Hún hófst á gömlu Hringbraut, barst alla leið að hringtorginu við Lambhaga þar sem Vesturlands- og Suðurlandsvegur mætast, svo aftur Miklubraut í vestur að Kringlunni og svo enn á ný í austurátt alla leið á Þingvallaveg. Á Kjósárskarðsvegi ók hann utan vegar og framhjá lögreglubifreið sem lagt hafði verið þvert á veginn. Þar náði hann ekki beygju í veginum, ók aftur utan vegar og enn á ný inn á veginn þar til lögreglubifreið ók að bílnum svo árekstur varð. Rann bíll mannsins af veginum og lauk akstrinum. Kort af ofsaakstri ákærða. Fyrst fylgir hann rauðu línunni frá Hringbraut í vestri að Keldnaholti í austri. Þá tekur við bláa línan aftur í vesturátt þar til hann snýr við í kringum Kringluna og fylgir svo grænu línunni út úr bænum. Fór hann nokkrum sinnum yfir á rauðu ljósi, ók gegn akstursstefnu og var nálægt því að klessa á aðra bíla.Grafík/Hjalti Amfetamín fannst við leit í hanskahólfi hans. Í blóði mældist vínandamagn 0,8 prómill og sömuleiðis amfetamín og kókaín. Lýsing á akstri ákærða umrædda nótt. Flúði lögreglu á ný Í september ári síðar var karlmaðurinn kominn á aðra Skoda Octavia bifreið. Ók hann austur Bústaðaveg við Hringbraut og stöðvaði bíl sinn við verslunina Kvikk við Bústaðaveg. Lögregla bað hann um að sýna ökuskírteini sem hann gerði ekki. Ók hann af stað og stöðvaði ekki fyrr en á bílastæðinu við Sprengisand. Vínandamagn í blóði mældist 1,85 prómill sem svarar til um tíu lítilla bjóra sé miðað við töflu á heimasíðu FÍB. Sömuleiðis mældist kókaín í blóði hans. Í desember sama ár var hann stöðvaður ölvaður undir stýri í Breiðholti. Mældist vínandamagn í blóði 1,47 prómill en auk þess var amfetamín í blóði hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sambýlismaður hinnar látnu titlaður stjúpfaðir hins grunaða. Réttara er að tala um sambýlismann.
Dómsmál Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Hafnarfjörður Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira